Tveir leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt þar sem tvö af heitustu liðum deildarinnar áttust meðal annars við í Dallas.
Þar var Los Angeles Clippers í heimsókn hjá Dallas Mavericks en bæði lið höfðu unnið fimm leiki í röð þegar kom að leiknum. Óhætt er að segja að gestirnir hafi keyrt yfir heimamenn í fyrri hálfleik og lagt þannig grunninn að 15 stiga sigri, 99-114 en staðan í hálfleik var 46-62, Clippers í vil.
Stjörnutvíeyki Clippers stóð fyrir sínu þar sem Kawhi Leonard var með 28 stig og Paul George 26. Slóvenska undrabarnið í liði Mavericks var algjörlega óstöðvandi í fimm leikja sigurgöngu Dallas en hann setti 22 stig á töfluna í nótt á meðan Kristaps Porzingis gerði 15 stig auk þess að taka 10 fráköst.
Í Denver unnu heimamenn í Denver Nuggets sömuleiðis sjötta leik sinn í röð þegar þeir fengu Washington Wizards í heimsókn. Nikola Jokic með 20 fráköst en aðeins 8 stig á meðan Jerami Grant var stigahæstur í jöfnu liði Nuggets með 20 stig en fjórir leikmenn liðsins skoruðu yfir 15 stig.
Úrslit næturinnar
Dallas Mavericks 99-114 Los Angeles Clippers
Denver Nuggets 117-104 Washington Wizards
Clippers stöðvaði sigurgöngu Doncic og félaga
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




„Manchester er heima“
Enski boltinn