Tveir leikir voru á dagskrá NBA deildarinnar í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt þar sem tvö af heitustu liðum deildarinnar áttust meðal annars við í Dallas.
Þar var Los Angeles Clippers í heimsókn hjá Dallas Mavericks en bæði lið höfðu unnið fimm leiki í röð þegar kom að leiknum. Óhætt er að segja að gestirnir hafi keyrt yfir heimamenn í fyrri hálfleik og lagt þannig grunninn að 15 stiga sigri, 99-114 en staðan í hálfleik var 46-62, Clippers í vil.
Stjörnutvíeyki Clippers stóð fyrir sínu þar sem Kawhi Leonard var með 28 stig og Paul George 26. Slóvenska undrabarnið í liði Mavericks var algjörlega óstöðvandi í fimm leikja sigurgöngu Dallas en hann setti 22 stig á töfluna í nótt á meðan Kristaps Porzingis gerði 15 stig auk þess að taka 10 fráköst.
Í Denver unnu heimamenn í Denver Nuggets sömuleiðis sjötta leik sinn í röð þegar þeir fengu Washington Wizards í heimsókn. Nikola Jokic með 20 fráköst en aðeins 8 stig á meðan Jerami Grant var stigahæstur í jöfnu liði Nuggets með 20 stig en fjórir leikmenn liðsins skoruðu yfir 15 stig.
Úrslit næturinnar
Dallas Mavericks 99-114 Los Angeles Clippers
Denver Nuggets 117-104 Washington Wizards
Clippers stöðvaði sigurgöngu Doncic og félaga
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Enski boltinn