Máttu ekki láta netfang kvartanda fylgja athugasemdum hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:52 Maðurinn skráði sig inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett sér upp. Skjáskot/creditinfo Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag. Persónuvernd Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag.
Persónuvernd Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira