Innlent

Kraftar kvenna og ungmenna nýtist í friðarumleitunum í Úkraínu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Það þarf að nýta krafta kvenna og ungmenna í friðarumleitunum í Úkraínu. Þetta segir ungmennafulltrúi Úkraínu á vettvangi Evrópuráðsins. Það er flókin staða uppi í Úkraínu þar sem átök hafa geysað meira og minna síðan 2014. Karina Radchenko er ungmennafulltrúi á vettvangi Evrópuráðsins þar sem hún hefur nýtt vettvanginn til að vekja athygli á stöðunni í Úkraínu.

„Því miður, í landinu mínu, héraðinu mínu, er stríðið sem betur fer í rénun og ég vona sannarlega að raddir kvenna hvaðanæva úr heiminum verði þýðingarmiklar og þær heyrist til að ná fram þessum breytingum,“ segir Karina í samtali við fréttastofu. Á þessu ári hafa verið stigin nokkur mikilvæg skref í átt að því að draga úr spennu í samskiptum Úkraínu og Rússlands. Karina kveðst mátulega bjartsýn.

„Við þurfum öll að muna að við verðum að vera búin undir þessar breytingar, undir að taka þetta risastökk á heimsvísu. Hvernig tökum við þetta stóra stökk? Ég legg til að við myndum samfélag ungra leiðtoga sem taka þessari áskorun og halda áfram með það átak sem hafið er því að sumu leyti reyna stundum nýjar kynslóðir að forðast að fylgja fyrri fyrirmyndum og úrræðum,“ segir Karina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×