Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 10:47 Frans páfi flytur ræðu í Nagasaki. EPA/KIMIMASA MAYAMA Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein. Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein.
Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06
Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00