Blaðamenn eigi digra verkfallssjóði Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2019 18:30 Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Sjá meira
Nú síðdegis var skrifað undir kjarasamning milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem alls er óvist að verði samþykktur í atkvæðagreiðslu blaðamanna eftir helgi. Mikil ólga var í blaðamönnum á fundi í félaginu í dag. Rétt áður en tólf tíma verkfallsaðgerðir vefblaðamanna áttu að hefjast klukkan 10 í morgun ákvað samninganefnd Blaðamannafélagsins að fresta aðgerðunum. Það þýðir að ekkert verður að verkfalli á prentmiðlum næstkomandi fimmtudag, daginn fyrir tekjumikla útgáfu dagblaða vegna Black Friday. „Allir fimmtudagar og föstudagur í desember, þá eru stór blöð. Þannig að ég sé ekki að það hafi einhver úrslitaáhrif,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir Samtök atvinnulífsins bjóða þær kjarabætur sem eru í lífskjarasamningnum. Vilji blaðamenn fá bætur umfram það þurfi þeir að greiða þær úr eigin sjóðum. „Við vildum taka þennan lífskjarasamning og laga hann að blaðamönnum og hagsmunum þeirra, án þess að það kostaði eitthvað meira, og það hefur bara ekki verið hægt að ræða það með neinu móti.“ Fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins segir Samtök atvinnulífsins reyna að berja blaðamenn niður í verkastétt með lífskjarasamningnum. „Það er það sem þessi barátta snýst um, hún snýst um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þessarar stéttar sem fagstéttar. Við viljum að það sé metið við okkur, bæði í launum og í framkomu við okkur,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fulltrúi í samninganefnd Blaðamannafélagsins. Hún býst ekki við að blaðamenn samþykki samninginn. „Miðað við hvernig fundurinn var í dag, þá geri ég ráð fyrir að það sé sá hugur í fólki að leggja niður störf og hefja allsherjarverkfall. Við eigum verkfallssjóð og eigum öflug félög á Norðurlöndunum sem standa með okkur og hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við okkur. Þau eiga líka digra sjóði.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vildi ekki tjá sig um viðræðurnar við fréttastofu.Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Sjá meira