Safna undirskriftum til að knýja á um kosningar um Elliðaárdalinn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:30 Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Samtökin Hollvinir Elliðaárdalsins ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins í kringum dalinn. Deilt hefur verið um framtíð svæðisins við Stekkjarbakka eða við Elliðaárdalinn um nokkurt skeið. Árið 2016 fékk fyrirtækið ALDIN Biodome vilyrði fyrir lóð á svæðinu en fyrirtækið hyggst reisa þar gróðurhvelfingu. Ef allt gengur upp verður hún að veruleika árið 2023. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins eru ósátt við fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Þau ætla að safna undirskriftum borgarbúa til að krefjast þess að það fari fram íbúakosningar meðal borgarbúa um uppbyggingu í kringum dalinn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum geta tuttugu prósent Reykvíkinga krafist íbúakosninga. „Þessi hvelfing eins og hún er núna sett upp er alveg risastór. Það er ekki eins og fólk þekkir. Það er hvergi gróðurhús sem að engin ljósmengun er af. Þetta myndi lýsa upp dalinn og bara eyðileggja þá ásýnd sem maður sér hérna á dalnum,“ segir Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.Vísir/EgillSigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir ákvörðun liggja fyrir í málinu og að gróðurhvelfing henti vel því umhverfi sem þarna er. „Það eru ákveðin lög sem að ríkja í þessu landi sem að gera íbúum kleift að koma íbúakosningum á sem að ég tel mjög jákvætt en hins vegar verður að hafa í huga að það eru margir íbúar sem eru á móti og margir íbúar sem að styðja. Þannig að það skiptir miklu máli að fá þetta fram,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Halldór telur raunhæft að hópurinn nái að safna um átján þúsund undirskriftum en mögulega verði gengið í hús til að safna þeim. „Við viljum að borgin standi að kosningum um þetta svæði. Þetta er mjög viðkvæmt svæði í hugum margra Reykvíkinga. Ekki bara hérna í efri byggðum, út um allan bæ,“ segir Halldór Páll.Svæðið sem byggja á á er við hlið ElliðárdalsinsMYND/Egill
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10 Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Sagði borgarbúa notaða sem „fallbyssufóður fyrir oddvita í vasa Samherja“ Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks Íslands, Miðflokks og Flokks fólksins um íbúakosningu um deiliskipulag við Stekkjarbakka Þ73 var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. 19. nóvember 2019 23:10
Verulega hugsi yfir seinagangi kerfisins Frumkvöðull að baki fyrirhugaðri byggingu ALDIN Biodome við Stekkjarbakka segist hugsi yfir þeim tíma sem ferlið hefur tekið hjá borginni. Hvorki hafi verið gerðar alvarlegar athugasemdir við ferlið né samræmi við skipulag. 11. nóvember 2019 07:15