Mátti þrífa blóð eftir sjálfsvíg föður síns en meinað að fá skýrsluna Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2019 16:48 Erla spyr hvort ekki séu nægir hagsmunir að hún sé dóttir mannsins sem um ræðir og að það gæti veitt mér einhverja sálarró að fá í hendur lögregluskýrslu um það þegar pabbi hennar svipti sig lífi yfir jólahátíðina. fbl/anton brink „Mér finnst sérstakt að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þyki eðlilegt að ég þrífi upp blóðið úr föður mínum eftir að hann drap sig en setji síðan fyrirvara við að ég fái aðgang að lögregluskýrslu um sama andlát,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður. Erla hefur sagt vinum sínum frá stappi sem hún hefur átt í við lögregluna. Og víst er að mörgum er brugðið við því sem þar kemur fram. Erla sagði frá sjálfsvígi föður síns í þáttum Lóu Pindar „Viltu í alvöru deyja“ sem voru á dagskrá Stöðvar 2, en faðir Erlu svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. „Nei, segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður í samtali við Vísi spurð hvort hún óttist ekki að sjá skýrsluna sem fjallar um sjálfsvíg föður hennar.Hálft ár að svara erindinu Í júní sendi Erla lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi erindi og var móttaka þess staðfest. „Ég óska hér með eftir afriti af lögregluskýrslu vegna sjálfsvígs föður míns. Hann hét Hlynur Þór Magnússon, fæddur 5. mars 1947, bjó í Hátúni í Reykjavík og svipti sig lífi jólin 2017. Málsnúmerið er 007-2017-79552.“ Erla sendi ítrekun fyrir skömmu og spurði þá hvort það væri eðlilegt að það tæki hálft ár að svara slíkri beiðni. Þá barst henni þetta svar: „Komdu sæl. Þú óskaðir eftir afriti af frumskýrslu í máli 007-2017-79552 er varðar andlát Hlyns Þór Magnússonar f. 5. mars 1947. Um aðganga að slíkum gögnum gilda fyrirmæli Ríkissaksóknara nr. RS: 9/2017. Samkvæmt þeim verður þú að sýna fram á að þú hafir lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að upplýsingunum og þarf slík beiðni helst að berast skriflega. Þú mátt því vinsamlegast beina því erindi til mín. Annað í stöðunni getur verið að koma á lögreglustöð og ræða við rannsóknarlögreglumann. Bestu kveðjur.“Mátti þrífa blóð eftir sjálfsvígið en ekki sjá skýrsluna Erla var ekki ánægð með þessa afgreiðslu mála og spyr hvað þetta þýði eiginlega? „Eru það ekki nægir hagsmunir að ég sé dóttir mannsins sem um ræðir og að það gæti veitt mér einhverja sálarró að fá í hendur lögregluskýrslu um það þegar pabbi minn drap sig yfir jólahátíðina? Lögreglumaður sem kom á vettvang hefur þegar sagt mér að pabbi skildi eftir bók til bróður lögreglumannsins (litla Ísland), það var enn blóð í sturtunni þar sem pabbi hengdi sig sem ég þurfti að þrífa, en ég má ekki fá afrit af lögregluskýrslu nema koma með sannanir um lögvarða hagsmuni mína um aðgang að því hvernig þetta mál var allt saman tilbúið og afgreitt,“ skrifar Erla á Facebooksíðu sína. Hún sagði nú fyrir stundu að henni hafi borist annar póstur frá lögreglunni þar sem þeir biðjast afsökunar á töfunum og hafa nú boðið henni að koma á lögreglustöðina hvar hún geti að öllum líkindum fengið að sjá skýrsluna.Fær líklega að sjá skýrsluna „Ég var frekar reið í gær og sendi þeim ekki mjög kurteisislegan póst en fékk svo þennan fallega póst til baka frá þeim áðan,“ segir Erla nú og er ekki laust við að hún sjái eftir því hversu hastarleg hún var við laganna verði. En, af hverju vill hún sjá þessa skýrslu? „Mig langar að sjá skýrsluna til að komast að því hvort hún svarar einhverjum spurningum, en kannski gerir hún það alls ekki. Mér bara kom í hug þarna átján mánuðum eftir andlátið að ég hlyti að geta fengið aðgang að skýrslunni.“ Erlu sýnist því sem svo að hún sé á leið niður á lögreglustöð til að skoða skýrsluna en hún veit ekki hvernig það virkar, hvort hún pantar tíma eða láti bara sjá sig. Lögreglumál Tengdar fréttir Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
„Mér finnst sérstakt að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þyki eðlilegt að ég þrífi upp blóðið úr föður mínum eftir að hann drap sig en setji síðan fyrirvara við að ég fái aðgang að lögregluskýrslu um sama andlát,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður. Erla hefur sagt vinum sínum frá stappi sem hún hefur átt í við lögregluna. Og víst er að mörgum er brugðið við því sem þar kemur fram. Erla sagði frá sjálfsvígi föður síns í þáttum Lóu Pindar „Viltu í alvöru deyja“ sem voru á dagskrá Stöðvar 2, en faðir Erlu svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. „Nei, segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður í samtali við Vísi spurð hvort hún óttist ekki að sjá skýrsluna sem fjallar um sjálfsvíg föður hennar.Hálft ár að svara erindinu Í júní sendi Erla lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftirfarandi erindi og var móttaka þess staðfest. „Ég óska hér með eftir afriti af lögregluskýrslu vegna sjálfsvígs föður míns. Hann hét Hlynur Þór Magnússon, fæddur 5. mars 1947, bjó í Hátúni í Reykjavík og svipti sig lífi jólin 2017. Málsnúmerið er 007-2017-79552.“ Erla sendi ítrekun fyrir skömmu og spurði þá hvort það væri eðlilegt að það tæki hálft ár að svara slíkri beiðni. Þá barst henni þetta svar: „Komdu sæl. Þú óskaðir eftir afriti af frumskýrslu í máli 007-2017-79552 er varðar andlát Hlyns Þór Magnússonar f. 5. mars 1947. Um aðganga að slíkum gögnum gilda fyrirmæli Ríkissaksóknara nr. RS: 9/2017. Samkvæmt þeim verður þú að sýna fram á að þú hafir lögvarinna hagsmuna að gæta af því að fá aðgang að upplýsingunum og þarf slík beiðni helst að berast skriflega. Þú mátt því vinsamlegast beina því erindi til mín. Annað í stöðunni getur verið að koma á lögreglustöð og ræða við rannsóknarlögreglumann. Bestu kveðjur.“Mátti þrífa blóð eftir sjálfsvígið en ekki sjá skýrsluna Erla var ekki ánægð með þessa afgreiðslu mála og spyr hvað þetta þýði eiginlega? „Eru það ekki nægir hagsmunir að ég sé dóttir mannsins sem um ræðir og að það gæti veitt mér einhverja sálarró að fá í hendur lögregluskýrslu um það þegar pabbi minn drap sig yfir jólahátíðina? Lögreglumaður sem kom á vettvang hefur þegar sagt mér að pabbi skildi eftir bók til bróður lögreglumannsins (litla Ísland), það var enn blóð í sturtunni þar sem pabbi hengdi sig sem ég þurfti að þrífa, en ég má ekki fá afrit af lögregluskýrslu nema koma með sannanir um lögvarða hagsmuni mína um aðgang að því hvernig þetta mál var allt saman tilbúið og afgreitt,“ skrifar Erla á Facebooksíðu sína. Hún sagði nú fyrir stundu að henni hafi borist annar póstur frá lögreglunni þar sem þeir biðjast afsökunar á töfunum og hafa nú boðið henni að koma á lögreglustöðina hvar hún geti að öllum líkindum fengið að sjá skýrsluna.Fær líklega að sjá skýrsluna „Ég var frekar reið í gær og sendi þeim ekki mjög kurteisislegan póst en fékk svo þennan fallega póst til baka frá þeim áðan,“ segir Erla nú og er ekki laust við að hún sjái eftir því hversu hastarleg hún var við laganna verði. En, af hverju vill hún sjá þessa skýrslu? „Mig langar að sjá skýrsluna til að komast að því hvort hún svarar einhverjum spurningum, en kannski gerir hún það alls ekki. Mér bara kom í hug þarna átján mánuðum eftir andlátið að ég hlyti að geta fengið aðgang að skýrslunni.“ Erlu sýnist því sem svo að hún sé á leið niður á lögreglustöð til að skoða skýrsluna en hún veit ekki hvernig það virkar, hvort hún pantar tíma eða láti bara sjá sig.
Lögreglumál Tengdar fréttir Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað. 16. mars 2019 18:23