Sportpakkinn: Belgar skoruðu mest í undankeppninni Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 17:15 Belgar skoruðu grimmt í undankeppni EM 2020. vísir/getty Belgar skoruðu flest mörk í undankeppni EM 2020, eða 40, þremur meira en Englendingar og Ítalir. Belgar lentu undir gegn Kýpur í gærkvöldi, Nicolas Ioannou vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skoraði framhjá Simon Mignolet. Tæpur stundarfjórðungur búinn og óvænt staða á Koning Boudewijnstadion í Brussel. Það tók Belga aðeins tvær mínútur að jafna metin. Kevin De Bruyne sendi fyrir, Christian Benteke náði ekki boltanum, það gerði Yannick Carrasco og Benteke fékk annað tækifæri sem hann nýtti. Þegar tíu mínútur voru til leikhlés skoraði Kevin De Bruyne eftir margs konar vandræði í vörn Kýpurmanna og klaufaskap Neophytos Michael í markinu. Belgar héldu áfram að sækja og De Bruyne skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga. Áður en hálfleiknum lauk var Yannick Carrasco búinn að skora fimmta markið. De Bryune náði boltanum eftir slæma sendingu út úr vörninni, sendi á Eden Hazard sem lagði upp markið. Belgar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik, eftir fínan samleik De Bruyne og Carrasco sendi sá síðarnefndi fyrir og Kypros Christoforou varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Um miðjan seinni hálfleikinn kom sjötta markið. De Bruyne var arkitektinn að fínni skyndisókn sem lauk með marki Christian Benteke, annað mark hans í 6-1 sigri Belga. Árangur þeirra í undankeppninni var glæsilegur. Þeir unnu alla tíu leiki sína með markatölunni 40-3. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Skoruðu fjögur mörk að meðaltali í leik EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Belgar skoruðu flest mörk í undankeppni EM 2020, eða 40, þremur meira en Englendingar og Ítalir. Belgar lentu undir gegn Kýpur í gærkvöldi, Nicolas Ioannou vann boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skoraði framhjá Simon Mignolet. Tæpur stundarfjórðungur búinn og óvænt staða á Koning Boudewijnstadion í Brussel. Það tók Belga aðeins tvær mínútur að jafna metin. Kevin De Bruyne sendi fyrir, Christian Benteke náði ekki boltanum, það gerði Yannick Carrasco og Benteke fékk annað tækifæri sem hann nýtti. Þegar tíu mínútur voru til leikhlés skoraði Kevin De Bruyne eftir margs konar vandræði í vörn Kýpurmanna og klaufaskap Neophytos Michael í markinu. Belgar héldu áfram að sækja og De Bruyne skoraði annað mark sitt og fjórða mark Belga. Áður en hálfleiknum lauk var Yannick Carrasco búinn að skora fimmta markið. De Bryune náði boltanum eftir slæma sendingu út úr vörninni, sendi á Eden Hazard sem lagði upp markið. Belgar skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik, eftir fínan samleik De Bruyne og Carrasco sendi sá síðarnefndi fyrir og Kypros Christoforou varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Um miðjan seinni hálfleikinn kom sjötta markið. De Bruyne var arkitektinn að fínni skyndisókn sem lauk með marki Christian Benteke, annað mark hans í 6-1 sigri Belga. Árangur þeirra í undankeppninni var glæsilegur. Þeir unnu alla tíu leiki sína með markatölunni 40-3. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Skoruðu fjögur mörk að meðaltali í leik
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjá meira
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn