Hvernig draga má úr klósettkvíða allskonar fólks Eva Hauksdóttir skrifar 20. nóvember 2019 15:09 Við búum í vestrænu lýðræðisríki þar sem jafnréttissjónarmið eru í hávegum höfð. Karlar og konur sækja sömu viðburði og sitja hlið við hlið í strætisvögnum, kvikmyndahúsum og á veitingastöðum. Almenningsböð og almenningssalerni eru þó víðast hvar kynjaskipt enn. Það hlýtur að koma að því að það fyrirkomulag verði endurskoðað í ljósi nýrra viðhorfa. Það gæti þó mælt gegn því að á sama tíma og jafnréttissjónarmið blómstra er það útbreidd skoðun að konur séu hvergi óhultar fyrir körlum sem vilja þeim illt og hika ekki við að beita ofbeldi. Samfélag þar sem samgangur milli kynjanna er óheftur virðist konum í meira lagi hættulegt.Kynhlutlaus klósett Sumarið 2018 lagði Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar það til að fjarlægja skyldi kynjamerkingar af salernum í Ráðhúsinu og stjórnsýsluhúsnæði borgarinnar að Höfðatorgi. Ef dæma má af ummælum þeirra sem stóðu að tillögunni og veittu umsagnir um hana var meginsjónarmiðið að baki tillitssemi við transfólk og aðra sem kunna að fyllast kvíða við það að þurfa að nota kynjaskipt salerni. Það kemur á óvart að starfsfólk í einmitt þessum byggingum eigi við þetta kvíðavandamál að stríða. Varla eru þetta svo gamlar byggingar að þar séu ekki salerni með hjólastólaaðgengi, í samræmi við stefnu borgarinnar um réttindi fatlaðra til fullrar þátttöku í samfélaginu. Þau salerni eru almennt ekki kynjamerkt enda ekkert sem mælir gegn því að vinnustaðir bjóði upp á ókyngreind salerni svo fremi sem kynjamerkt klósett eru einnig fyrir hendi á fjölmennum vinnustöðum. Þörfin á þessum aðgerðum var því í meira lagi óljós. Mannréttindaráð hefur ekki lagasetningarvald. Reglugerðir, settar á grundvelli laga hafa hinsvegar lagagildi og samkvæmt 22. gr. reglugerðar um húsnæði vinnustaða eiga vinnustaðir að bjóða upp á kynjaskipt salerni þar sem starfsmenn eru fleiri en fimm af hvoru kyni. Ekki verður betur séð en að reglugerðin hafi fullnægjandi lagastoð. Þannig kveða lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum á um að ráðherra skuli setja reglur m.a. um "salerni og þvagstæði". Ólíklegt verður að teljast að löggjafinn hafi reiknað með þvagstæðum í ókyngreindu rými. Ákvæða reglugerðarinnar um kynjaskiptingu salerna var ekki gætt þegar ákvörðunin var tekin og hefur Vinnueftirlitið gefið borginni fyrirmæli um að setja upp kynjamerkingar aftur. Það verður áhugavert að sjá viðbrögð félagsmálaráðherra við þessari bjánalegu stöðu. Á hinn bóginn er greinilegt að bæði lögin og reglugerðin ganga út frá því að salerni á vinnustöðum séu í sameiginlegu rými, aðeins stúkuð af með skilrúmum og þvagskálar ekki einu sinni í sérbásum. Í þeim byggingum sem um ræðir munu eingöngu vera einstaklingssalerni. Þar með gæti verið að forsendan fyrir kynjaskiptum salernum sé brostin en líklega eru einhverskonar velsæmishugmyndir um samgang kynjanna upphaflega ástæðan fyrir aðgreiningunni. Það er svo hlutverk löggjafans og eftir atvikum dómstóla að skera út um það hvort reglugerðin þarfnist breytinga. Hvorki Vinnueftirlitið né Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hafa heimild til þess að sniðganga hana. En hvað með allar þessar hræddu konur? Gott er til þess að vita að Mannréttindaráð borgarinnar beri umhyggju fyrir transfólki. Það verður þó töluverð bið á því að öll vinnustaða- og almenningssalerni borgarinnar verði í einstaklingsrýmum og ef það er rétt að kynfæri skeri ekki úr um kyn þá hlýtur einstaklingur með pung og typpi að mega nýta sér kvennaklósett í sameiginlegu rými. Þar með er í sjálfu sér undarlegt að kynjamerkingar tíðkist yfirhöfuð. Í ljósi þeirrar gríðarlegu áherslu á ótta kvenna við karla, sem einkennt hefur opinbera kynjapólitík síðustu ára, hefur þó furðulítið verið rætt um hugsanleg kvíðaköst kvenna (þ.e. einstaklinga sem hafa kvensköp og skilgreina sig sem konur) sem neyðast til að girða niður um sig á ókyngreindum salernum þar sem búast má við ferðum dónakalla og annarra kynferðisbrotamanna. Það var ljóst frá upphafi að þessar aðgerðir borgarinnar höfðu ekki verið hugsaðar til enda. Enn betur kom í ljós hvað hin kynlausa klósettstefna borgarinnar er vanhugsuð þegar Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar tók að sér ábyrgð á samkomulagi Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisis um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Meðal þeirra aðgerða sem eiga að tryggja öryggi gesta eru notkun plastglasa eftir miðnætti og að starfsfólk öldurhúsa afgreiði ekki þá sem eru sýnilega ölvaðir. Það er engin leið að átta sig á því hvað „sýnilega ölvaður“ merkir í þessu samhengi eða hvernig menn komast að þeirri niðurstöðu að glerglös verði hættulegri eftir miðnætti. Áhugaverðasta leiðin sem aðilar samkomulagsins vilja fara til að tryggja öryggi gesta er þó eftirfarandi ákvæði: Að salerni séu þannig útbúin að ekki sé hægt að komast yfir eða undir skilrúm þeirra en að auðvelt sé að sjá hvort og hversu margir eru þar svo sporna megi við ofbeldis- og kynferðisbrotum.Samkvæmt þessu eru jafnvel kynjaskipt salerni nógu hættulegir staðir til þess að Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar telur eðlilegt að gera þá kröfu til starfsfólks veitingahúsa að það skoði undir skilrúm salerna til þess að vernda gesti gegn kynferðisglæpamönnum. Eru þá ókyngreind klósett ekki hreint glapræði?Einföld lausn Öryggisverðir skemmtistaðanna verða víst ekki verkefnalausir þegar öll kynjaskipting hefur verið aflögð. Líklega þarf þá hver vinnustaður einnig að þjálfa upp teymi öryggsvarða til að tryggja öryggi kvenna sem hræðast karla á almenningssalernum. Til er mun einfaldari lausn á klósettkvíða transfólks og annarra sem óttast kynjaskipt salerni. Það þarf einfaldlega að framfylgja óumdeildum rétti fatlaðra til viðunandi salernisaðstöðu og hafa salerni með hjólastólaaðgengi ókyngreind. Þegar eftirspurn ófatlaðra eftir ókyngreindum salernum verður orðin svo mikil að séð verður fram á að fólk í hjólastólum þurfi að bíða eftir að komast að er svo tímabært að rífa niður merkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tengdar fréttir Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24 Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38 Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við búum í vestrænu lýðræðisríki þar sem jafnréttissjónarmið eru í hávegum höfð. Karlar og konur sækja sömu viðburði og sitja hlið við hlið í strætisvögnum, kvikmyndahúsum og á veitingastöðum. Almenningsböð og almenningssalerni eru þó víðast hvar kynjaskipt enn. Það hlýtur að koma að því að það fyrirkomulag verði endurskoðað í ljósi nýrra viðhorfa. Það gæti þó mælt gegn því að á sama tíma og jafnréttissjónarmið blómstra er það útbreidd skoðun að konur séu hvergi óhultar fyrir körlum sem vilja þeim illt og hika ekki við að beita ofbeldi. Samfélag þar sem samgangur milli kynjanna er óheftur virðist konum í meira lagi hættulegt.Kynhlutlaus klósett Sumarið 2018 lagði Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar það til að fjarlægja skyldi kynjamerkingar af salernum í Ráðhúsinu og stjórnsýsluhúsnæði borgarinnar að Höfðatorgi. Ef dæma má af ummælum þeirra sem stóðu að tillögunni og veittu umsagnir um hana var meginsjónarmiðið að baki tillitssemi við transfólk og aðra sem kunna að fyllast kvíða við það að þurfa að nota kynjaskipt salerni. Það kemur á óvart að starfsfólk í einmitt þessum byggingum eigi við þetta kvíðavandamál að stríða. Varla eru þetta svo gamlar byggingar að þar séu ekki salerni með hjólastólaaðgengi, í samræmi við stefnu borgarinnar um réttindi fatlaðra til fullrar þátttöku í samfélaginu. Þau salerni eru almennt ekki kynjamerkt enda ekkert sem mælir gegn því að vinnustaðir bjóði upp á ókyngreind salerni svo fremi sem kynjamerkt klósett eru einnig fyrir hendi á fjölmennum vinnustöðum. Þörfin á þessum aðgerðum var því í meira lagi óljós. Mannréttindaráð hefur ekki lagasetningarvald. Reglugerðir, settar á grundvelli laga hafa hinsvegar lagagildi og samkvæmt 22. gr. reglugerðar um húsnæði vinnustaða eiga vinnustaðir að bjóða upp á kynjaskipt salerni þar sem starfsmenn eru fleiri en fimm af hvoru kyni. Ekki verður betur séð en að reglugerðin hafi fullnægjandi lagastoð. Þannig kveða lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum á um að ráðherra skuli setja reglur m.a. um "salerni og þvagstæði". Ólíklegt verður að teljast að löggjafinn hafi reiknað með þvagstæðum í ókyngreindu rými. Ákvæða reglugerðarinnar um kynjaskiptingu salerna var ekki gætt þegar ákvörðunin var tekin og hefur Vinnueftirlitið gefið borginni fyrirmæli um að setja upp kynjamerkingar aftur. Það verður áhugavert að sjá viðbrögð félagsmálaráðherra við þessari bjánalegu stöðu. Á hinn bóginn er greinilegt að bæði lögin og reglugerðin ganga út frá því að salerni á vinnustöðum séu í sameiginlegu rými, aðeins stúkuð af með skilrúmum og þvagskálar ekki einu sinni í sérbásum. Í þeim byggingum sem um ræðir munu eingöngu vera einstaklingssalerni. Þar með gæti verið að forsendan fyrir kynjaskiptum salernum sé brostin en líklega eru einhverskonar velsæmishugmyndir um samgang kynjanna upphaflega ástæðan fyrir aðgreiningunni. Það er svo hlutverk löggjafans og eftir atvikum dómstóla að skera út um það hvort reglugerðin þarfnist breytinga. Hvorki Vinnueftirlitið né Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar hafa heimild til þess að sniðganga hana. En hvað með allar þessar hræddu konur? Gott er til þess að vita að Mannréttindaráð borgarinnar beri umhyggju fyrir transfólki. Það verður þó töluverð bið á því að öll vinnustaða- og almenningssalerni borgarinnar verði í einstaklingsrýmum og ef það er rétt að kynfæri skeri ekki úr um kyn þá hlýtur einstaklingur með pung og typpi að mega nýta sér kvennaklósett í sameiginlegu rými. Þar með er í sjálfu sér undarlegt að kynjamerkingar tíðkist yfirhöfuð. Í ljósi þeirrar gríðarlegu áherslu á ótta kvenna við karla, sem einkennt hefur opinbera kynjapólitík síðustu ára, hefur þó furðulítið verið rætt um hugsanleg kvíðaköst kvenna (þ.e. einstaklinga sem hafa kvensköp og skilgreina sig sem konur) sem neyðast til að girða niður um sig á ókyngreindum salernum þar sem búast má við ferðum dónakalla og annarra kynferðisbrotamanna. Það var ljóst frá upphafi að þessar aðgerðir borgarinnar höfðu ekki verið hugsaðar til enda. Enn betur kom í ljós hvað hin kynlausa klósettstefna borgarinnar er vanhugsuð þegar Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar tók að sér ábyrgð á samkomulagi Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisis um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík. Meðal þeirra aðgerða sem eiga að tryggja öryggi gesta eru notkun plastglasa eftir miðnætti og að starfsfólk öldurhúsa afgreiði ekki þá sem eru sýnilega ölvaðir. Það er engin leið að átta sig á því hvað „sýnilega ölvaður“ merkir í þessu samhengi eða hvernig menn komast að þeirri niðurstöðu að glerglös verði hættulegri eftir miðnætti. Áhugaverðasta leiðin sem aðilar samkomulagsins vilja fara til að tryggja öryggi gesta er þó eftirfarandi ákvæði: Að salerni séu þannig útbúin að ekki sé hægt að komast yfir eða undir skilrúm þeirra en að auðvelt sé að sjá hvort og hversu margir eru þar svo sporna megi við ofbeldis- og kynferðisbrotum.Samkvæmt þessu eru jafnvel kynjaskipt salerni nógu hættulegir staðir til þess að Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar telur eðlilegt að gera þá kröfu til starfsfólks veitingahúsa að það skoði undir skilrúm salerna til þess að vernda gesti gegn kynferðisglæpamönnum. Eru þá ókyngreind klósett ekki hreint glapræði?Einföld lausn Öryggisverðir skemmtistaðanna verða víst ekki verkefnalausir þegar öll kynjaskipting hefur verið aflögð. Líklega þarf þá hver vinnustaður einnig að þjálfa upp teymi öryggsvarða til að tryggja öryggi kvenna sem hræðast karla á almenningssalernum. Til er mun einfaldari lausn á klósettkvíða transfólks og annarra sem óttast kynjaskipt salerni. Það þarf einfaldlega að framfylgja óumdeildum rétti fatlaðra til viðunandi salernisaðstöðu og hafa salerni með hjólastólaaðgengi ókyngreind. Þegar eftirspurn ófatlaðra eftir ókyngreindum salernum verður orðin svo mikil að séð verður fram á að fólk í hjólastólum þurfi að bíða eftir að komast að er svo tímabært að rífa niður merkingar.
Borginni gert að kynjamerkja klósett Vinnueftirlitið hefur farið þess á leit við Reykjavíkurborg að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar í Borgartúni verði kynjamerkt. 20. nóvember 2019 08:24
Hafi áður fengið grænt ljós fyrir klósettmerkingunum Dóra Björt Guðjónsdóttir þykir miður að Vinnueftirlitið hafi komst að þeirri niðurstöðu að salerni í skrifstofuhúsnæði borgarinnar þurfi að vera kynjamerkt. 20. nóvember 2019 12:38
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar