Hefðu viljað að lengra yrði gengið í leigubílafrumvarpinu Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2019 21:00 Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“ Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins telur að ganga hefði mátt lengra við að leyfa farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér á landi í nýju frumvarpi um leigubifreiðaakstur. Fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa og stöðvarskylda er á meðal þess sem er afnumið í þessu nýja frumvarpi. Er það tilkomið vegna athugasemda eftirlitsstofnunar EFTA um að aðgangshindranir að leigubílamarkaði hér á landi brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins. Margir hafa kallað eftir því að farveitur líkt og Uber og Lyft verði gert kleift að starfa hér á landi. Til að panta slíka bíla þarf að sækja app og setja upp reikning með greiðslukortanúmeri. Appið gefur upp hversu margir bílar eru lausir nálægt viðskiptavininum. Hefur slíkt fyrirkomulag notið mikilla vinsælda en ekki náð fótfestu hér á landi sökum aðgangshindrana. Samtök atvinnulífsins hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu.Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins.„Þetta eru jákvæð og góð skref en mætti ganga lengra. Þó það sé verið að afnema þetta skrýtna kerfi með fjöldatakmörkunum sem við búum við í dag er samt gert ráð fyrir tveimur mismunandi tegundum af leyfum og krafa um löggilda gjaldmæla. Þetta er óþarflega strangt en vissulega jákvætt,“ segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnisfærnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Að mati Davíðs ætti að nægja að vera með hreint sakavottorð, ökuleyfi og að starfsemin sé skráð hjá skattayfirvöldum. Það yrði til bóta fyrir neytendur að fá fjölbreyttari starfsemi hingað. „Þjónustan myndi batna, verðið yrði lægra, öryggið myndi batna. Þetta myndi skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna. Margir ferðamenn fá mjög neikvæða upplifun af komunni hingað vegna þess hve dýrir og óaðgengilegir leigubílar eru.“ Með farveitunum sé allt skráð með hverjum farþegum ferðast og hvert. „Ef þú stígur upp í leigubíl niður í bæ veit enginn í hvaða bíl þú fórst eða hvernig. Það er miklu auðveldara að rekja þetta með farveitunum heldur en leigubílunum.“
Alþingi Leigubílar Samgöngur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira