Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir ársfjórðungsuppgjör ekki lýsandi fyrir stöðu fyrirtækisins þetta árið. Vísir/vilhelm Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00