Íbúum í Árborg fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2019 19:30 Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær. Árborg Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær.
Árborg Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira