Davíð segir ofurskatt lagðan á sjávarútveginn Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 08:59 Þorsteinn Már Baldvinsson og Davíð Oddsson sem telur ómaklega að fiskveiðistjórnunarkerfnu vegið af lýðskrumurum. visir/Vilhelm/Getty Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er harðorður í leiðara dagsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar lýðskrumara; pólitíkusar sem vilja gera sér mat úr því sem kalla má „óskemmtilegt mál sem réttilega hefur fengið mjög á almenning hér þó að það hafi vakið mun minni athygli erlendis en sumir vilja vera láta“. Davíð er hér að tala um Samherjamálið þó hann nefni það aldrei sem slíkt, heldur talar um mál úti í Namibíu. Ritstjórinn telur fráleitt að tengja það mál saman við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið eða útgerðina sem á reyndar undir högg að sækja. Árvakur, útgáfufélag blaðsins, hefur verið í eigu útgerðarmanna, til skamms tíma meðal annarra Samherja sem seldi sinn hlut til Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna í borginni og lánaði honum þá 325 milljónir króna til kaupanna. „Ein atvinnugrein hér á landi býr við það að vera sérstaklega skattlögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjávarútvegurinn en sem kunnugt er leggur ríkið sérstakt »veiðigjald«, sem þykir hljóma betur en sérstakur skattur á fiskveiðar, á greinina. Sambærilegur aukaskattur er ekki lagður á aðrar greinar, hvorki þær sem nýta náttúruna með svipuðum hætti og sjávarútvegurinn né önnur fyrirtæki sem nýta sér einhvers konar aðstöðu sem mætti jafna til náttúruauðlinda.“ Ofurskattur á útgerðina Þessi sérstaða sjávarútvegsins, eða fiskveiðanna, hefur ekki orðið til þess að gætt sé hófs í þessari aukaskattlagningu, að sögn Davíðs. „Þvert á móti er þessi skattur að lögum ákveðinn 33% og hefur verið það um hríð, þrátt fyrir tal um að hann hafi verið lækkaður,“ skrifar Davíð og segir skattinn í raun enn meira íþyngjandi því að veiðigjaldið á að leggjast á nýtingu auðlindarinnar, sem sagt fiskveiðarnar, en ekki á til dæmis markaðsstarf sjávarútvegsins, sem hefur verið öflugt og skilað miklum árangri á liðnum árum. Þorsteinn Már, fráfarandi forstjóri Samherja, fundar með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík.visir/Tryggvi Páll Ritstjórinn vitnar í grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði og birti í Morgunblaðinu þar sem fram kemur að miðað við áætlanir geti veiðigjaldið á næsta ári orðið 51% af hreinum hagnaði fiskveiða og ofan á það bætist svo 20% tekjuskattur, eins og á aðrar greinar. Óábyrgt athæfi lýðskrumarans „Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“ Davíð segir mikilvægt að botn fáist í þetta mál sem upp kom í Namibíu en það þurfi að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Og hann varar við lýðskrumurunum: „Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“ Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er harðorður í leiðara dagsins og beinir spjótum sínum að þeim sem hann kallar lýðskrumara; pólitíkusar sem vilja gera sér mat úr því sem kalla má „óskemmtilegt mál sem réttilega hefur fengið mjög á almenning hér þó að það hafi vakið mun minni athygli erlendis en sumir vilja vera láta“. Davíð er hér að tala um Samherjamálið þó hann nefni það aldrei sem slíkt, heldur talar um mál úti í Namibíu. Ritstjórinn telur fráleitt að tengja það mál saman við umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið eða útgerðina sem á reyndar undir högg að sækja. Árvakur, útgáfufélag blaðsins, hefur verið í eigu útgerðarmanna, til skamms tíma meðal annarra Samherja sem seldi sinn hlut til Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna í borginni og lánaði honum þá 325 milljónir króna til kaupanna. „Ein atvinnugrein hér á landi býr við það að vera sérstaklega skattlögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjávarútvegurinn en sem kunnugt er leggur ríkið sérstakt »veiðigjald«, sem þykir hljóma betur en sérstakur skattur á fiskveiðar, á greinina. Sambærilegur aukaskattur er ekki lagður á aðrar greinar, hvorki þær sem nýta náttúruna með svipuðum hætti og sjávarútvegurinn né önnur fyrirtæki sem nýta sér einhvers konar aðstöðu sem mætti jafna til náttúruauðlinda.“ Ofurskattur á útgerðina Þessi sérstaða sjávarútvegsins, eða fiskveiðanna, hefur ekki orðið til þess að gætt sé hófs í þessari aukaskattlagningu, að sögn Davíðs. „Þvert á móti er þessi skattur að lögum ákveðinn 33% og hefur verið það um hríð, þrátt fyrir tal um að hann hafi verið lækkaður,“ skrifar Davíð og segir skattinn í raun enn meira íþyngjandi því að veiðigjaldið á að leggjast á nýtingu auðlindarinnar, sem sagt fiskveiðarnar, en ekki á til dæmis markaðsstarf sjávarútvegsins, sem hefur verið öflugt og skilað miklum árangri á liðnum árum. Þorsteinn Már, fráfarandi forstjóri Samherja, fundar með starfsfólki fyrirtækisins á Dalvík.visir/Tryggvi Páll Ritstjórinn vitnar í grein sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi skrifaði og birti í Morgunblaðinu þar sem fram kemur að miðað við áætlanir geti veiðigjaldið á næsta ári orðið 51% af hreinum hagnaði fiskveiða og ofan á það bætist svo 20% tekjuskattur, eins og á aðrar greinar. Óábyrgt athæfi lýðskrumarans „Þrátt fyrir þennan ofurskatt reyna lýðskrumarar nú eina ferðina enn að ráðast gegn þessari undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og nota til þess ömurlegt mál í fjarlægu landi. Ætlunin virðist vera að hækka skatta á greinina og helst að bylta fiskveiðistjórnarkerfinu, kerfi sem hefur tryggt stöðugleika og uppbyggingu í sjávarútvegi, kerfi sem hefur tryggt að útvegurinn hér á landi hefur getað staðið undir ofursköttum á sama tíma og keppinautarnir erlendis búa við ríkisstyrki.“ Davíð segir mikilvægt að botn fáist í þetta mál sem upp kom í Namibíu en það þurfi að gerast í réttarkerfinu en ekki með aftökum án dóms og laga. Og hann varar við lýðskrumurunum: „Ekki er síður mikilvægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóðinni mun meira tjóni með óábyrgu framferði sínu en þetta tiltekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira