Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 17:35 Aðhaldsaðgerðir standa nú yfir á spítalanum. Vísir/Vilhelm Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45
Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11
Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent