Fleiri grunnskólabörn tekin með fíkniefnið Spice Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. desember 2019 20:30 Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var tali Vísir/Jóhann K. Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005 Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Neysla grunnskólabarna á fíkniefninu Spice er mun meiri en áður var talið. Þó nokkur mál eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Útbreiðsla fíkniefnisins Spice meðal grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni og útbreiðslan mun meiri en áður hefur verið talið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar og eru tilfellin orðin þó nokkuð mörg. Útbreiðslan nær til grunnskólabarna á öllu höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi. Neysla efnisins hefur hingað til verið þekkt meðal fanga í fangelsum en fréttastofan greindi frá því lok nóvember að fíkniefni Spice hafi fundist í rafrettum hjá tveimur grunnskólabörnum á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta mörg grunnskólabörn sem eru að neyta þessa efnis?„Þó nokkur,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eru þetta bæði kyn grunnskólabarna sem eru í þessari neyslu?„Já,“ segir Leifur.Spice er talið afar hættulegt og segir að lögregla bregðast þurfi skjótt við til þess að hamla útbreiðslu. Fræða þurfi skólastjórnendur, barnavernd og forelda um efnið en auk þess upplýsa bráðadeildir og barnadeildir spítalana þar sem hætta er á að börn í krampa, vegna neyslu á Spice, komi á sjúkrastofnanir. „Þú veist ekkert hvaða efni þú ert að taka. Þetta er ekkert náttúrulegt á einn eða annan hátt. Þetta er selt sem THC vökvi eða álíka sem það er alls ekki. Þetta er miklu eitraðra efni og miklu hættulegri og erfiðari fylgikvillar,“ segir Leifur.Vitað er til þess að grunnskólabörn sem hafi neytt efnisins hafi kvartað undan vanlíðan. Erfitt getur reynst að greina efnið. Það sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar vökvaskammturinn um fimm þúsund krónur. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en Leifur segir að lögregla fylgi eftir ábendingum um hverjir séu að selja efnið. „Við fáum alltaf einhverjar upplýsingar. Hvetjum fólk til þess að hafa samband í fíkniefnasímann og láta okkur vita ef það eru einhverjar upplýsingar og við skoðum það. Við erum að skoða ýmislegt,“ segir Leifur Gauti.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir á fíkniefnasímann þar sem hægt er að veita upplýsingar. Síminn er 800-5005
Fíkn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15