Héraðssaksóknari rannsakar fjárreiður Zuism Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2019 07:00 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra. Vísir Embætti héraðssaksóknara hefur fjárreiður trúfélagsins Zuism til rannsóknar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi og segir rannsóknina vel á veg komna. Hann getur að öðru leyti ekki tjáð sig um hana. Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Minnst var á rannsóknina í máli ríkislögmanns við aðalmeðferð í máli Zuism gegn íslenska ríkinu í fyrradag. Þar kom fram að rannsókn tengd félaginu væri í gangi hjá héraðssaksóknara en ekki skýrt nánar frá henni eða hvað hún varðaði.Óútskýrðar breytingar á fjárhagnum Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum Zuism en forstöðumaður þess, Ágúst Arnar Ágústsson, lofar félögum endurgreiðslu á sóknargjöldum. Hann hefur þó aldrei viljað upplýsa um umfang þessara endurgreiðslna eða hvað verði um fjármuni félagsins í ljósi þess að engin starfsemi virðist fara fram á vegum þess.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag félagsins á milli áranna 2017 og 2018, ef marka má skýrslur Zúista til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum. Rekstrarkostnaður félagsins þrefaldaðist, það greiddi laun í fyrsta skipti og það bætti skyndilega við sig tug milljóna króna eignum sem það hafði ekki gefið upp áður.Dómar tengdra manna Þá hafa menn tengdir Zuism áður sætt rannsóknum vegna efnahagsbrota. Einar Ágústsson, bróðir Ágústar Arnar, hefur verið skráður stjórnarmaður í félaginu. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra. Saman hafa bræðurnir verið kallaðir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma.Sjá einnig: „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Fyrsti forstöðumaður Zuism var skráður Ólafur Helgi Þorgrímsson en hann gegndi þeirri stöðu aðeins til febrúar árið 2014. Hann var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna í júní. Hann hefur sagst ótengdur Zuism. Eins og áður segir er rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism, sem nú stendur yfir, vel á veg komin. Ekki fengust upplýsingar um það hversu lengi hún hefur staðið yfir eða hvenær henni ljúki. Þá getur héraðssaksóknari ekki tjáð sig um það hvort útlit sé fyrir að ákæra verði gefin út í málinu.Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.Vísir/vilhelm„Málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Zuism hefur verið skráð trúfélag síðan 2013. Félagið var endurreist árið 2015 undir þeim formerkjum að félagsmenn fengju sóknargjöld sín endurgreidd. Ágúst Arnar krafðist þess þá að vera aftur gerður forstöðumaður. Zuism, undir forystu Ágústs Arnars, hefur staðið í málarekstrum við ríkið vegna sóknargjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóvember síðastliðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá dráttarvexti af 50 milljóna sóknargjöldum sem var haldið eftir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóvember.Nú stefnir Zuism ríkinu vegna þess að fjársýsla ríkisins stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi þessa árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Um þessi skilyrði var einmitt deilt við aðalmeðferðina í fyrradag. Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður sagði m.a. að verulegur vafi léki á því hvort trúfélagið væri starfandi sem slíkt. Þá væri félagið „málamyndafélagsskapur“, hvers tilgangur væri að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Gunnar Egill Egilsson lögmaður Zuism sagði við aðalmeðferðina að fjármunum félagsins væri haldið í gíslingu. Það væri á barmi þrots og hefði til að mynda ekki kost á að greiða Gunnari Agli sjálfum fullnægjandi upphæð fyrir vinnu sína. Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00 Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur fjárreiður trúfélagsins Zuism til rannsóknar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi og segir rannsóknina vel á veg komna. Hann getur að öðru leyti ekki tjáð sig um hana. Ekki hefur verið greint áður frá því að embættið hafi fjármál félagsins til rannsóknar, þó að málefni þess hafi verið ítarlega til umfjöllunar í fjölmiðlum. Minnst var á rannsóknina í máli ríkislögmanns við aðalmeðferð í máli Zuism gegn íslenska ríkinu í fyrradag. Þar kom fram að rannsókn tengd félaginu væri í gangi hjá héraðssaksóknara en ekki skýrt nánar frá henni eða hvað hún varðaði.Óútskýrðar breytingar á fjárhagnum Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum Zuism en forstöðumaður þess, Ágúst Arnar Ágústsson, lofar félögum endurgreiðslu á sóknargjöldum. Hann hefur þó aldrei viljað upplýsa um umfang þessara endurgreiðslna eða hvað verði um fjármuni félagsins í ljósi þess að engin starfsemi virðist fara fram á vegum þess.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag félagsins á milli áranna 2017 og 2018, ef marka má skýrslur Zúista til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem hefur eftirlit með trúfélögum. Rekstrarkostnaður félagsins þrefaldaðist, það greiddi laun í fyrsta skipti og það bætti skyndilega við sig tug milljóna króna eignum sem það hafði ekki gefið upp áður.Dómar tengdra manna Þá hafa menn tengdir Zuism áður sætt rannsóknum vegna efnahagsbrota. Einar Ágústsson, bróðir Ágústar Arnar, hefur verið skráður stjórnarmaður í félaginu. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra. Saman hafa bræðurnir verið kallaðir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma.Sjá einnig: „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Fyrsti forstöðumaður Zuism var skráður Ólafur Helgi Þorgrímsson en hann gegndi þeirri stöðu aðeins til febrúar árið 2014. Hann var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna í júní. Hann hefur sagst ótengdur Zuism. Eins og áður segir er rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism, sem nú stendur yfir, vel á veg komin. Ekki fengust upplýsingar um það hversu lengi hún hefur staðið yfir eða hvenær henni ljúki. Þá getur héraðssaksóknari ekki tjáð sig um það hvort útlit sé fyrir að ákæra verði gefin út í málinu.Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.Vísir/vilhelm„Málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Zuism hefur verið skráð trúfélag síðan 2013. Félagið var endurreist árið 2015 undir þeim formerkjum að félagsmenn fengju sóknargjöld sín endurgreidd. Ágúst Arnar krafðist þess þá að vera aftur gerður forstöðumaður. Zuism, undir forystu Ágústs Arnars, hefur staðið í málarekstrum við ríkið vegna sóknargjalda sem hann telur félagið eiga að fá greidd. Í nóvember síðastliðnum var ríkið sýknað af kröfum Zuism um að fá dráttarvexti af 50 milljóna sóknargjöldum sem var haldið eftir. Íslenska ríkið var sýknað af þeim kröfum í nóvember.Nú stefnir Zuism ríkinu vegna þess að fjársýsla ríkisins stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum í upphafi þessa árs. Sýslumaður vísar til óvissu um að Zuism uppfylli skilyrði laga um trú- og lífsskoðunarfélög. Um þessi skilyrði var einmitt deilt við aðalmeðferðina í fyrradag. Guðrún Sesselja Arnardóttir ríkislögmaður sagði m.a. að verulegur vafi léki á því hvort trúfélagið væri starfandi sem slíkt. Þá væri félagið „málamyndafélagsskapur“, hvers tilgangur væri að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Gunnar Egill Egilsson lögmaður Zuism sagði við aðalmeðferðina að fjármunum félagsins væri haldið í gíslingu. Það væri á barmi þrots og hefði til að mynda ekki kost á að greiða Gunnari Agli sjálfum fullnægjandi upphæð fyrir vinnu sína.
Dómsmál Zuism Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00 Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55 „Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45 Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00 Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. 6. nóvember 2019 10:00
Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. 4. desember 2019 19:55
„Lögfræðilegum loftfimleikum“ beitt gegn Zuism á barmi þrots Lögmaður trúfélagsins Zuism hélt áfram uppi alvarlegum ásökunum á hendur starfsmanni sýslumannsins á Norðurlandi eystra við aðalmeðferð máls félagsins á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. desember 2019 11:45
Zuism „málamyndafélagsskapur“ til að komast yfir fé skattgreiðenda Ríkislögmaður telur verulegan vafa leika á því hvort trúfélagið Zuism sé starfandi sem slíkt. Ríkið sé enn að reyna að afla upplýsinga um starfsemi félagsins, sem erfiðlega hafi gengið að fá afhentar. 5. desember 2019 14:00
Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. 19. nóvember 2019 14:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent