Vill ekki fullyrða að fyrir fram vinnsla Morgunblaðsins sé verkfallsbrot Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. desember 2019 12:43 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“ Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39