Katrín lagði áherslu á afvopnunar- og loftslagsmál á NATO-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2019 18:45 Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni. NATO Utanríkismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni.
NATO Utanríkismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira