Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðastörf á vinnu- og skólatíma? Sólveig Ása B. Tryggvadóttir skrifar 5. desember 2019 08:00 Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í tilefni af degi sjálfboðaliðans langar mig að skrifa litla hugleiðingu og áskorun til vinnustaða og skóla. Ég held að allir landsmenn séu orðnir sammála um það að samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg í jöfnu og hamingjusömu samfélagi. Stór hluti af því að vera samfélagslega ábyrgur er að vera virkur borgari. Hugsa vel um náttúruna, bíða í röð, kjósa og að koma týndum vettlingi fyrir á grindverki. Í dag er gerð ríkari krafa til fyrirtækja að gefa til baka og að vera ábyrg, hvort sem það er til að jafna kolefnisfótspor eða gefa til góðgerðarmála. Enn fremur reiðir vinnumarkaðurinn sig á vel þjálfað og metnaðarfullt starfsfólk. Öll fyrirtæki vilja hafa ánægða starfsmenn því að það ýtir undir afköst og framleiðni, sem og að næla í hæfileikaríkt fólk með aðlaðandi og eftirsóttum vinnustað. Markvisst vinnur samfélagið saman að því að bæta líðan fólks í vinnu og námi. Síðastliðin ár hafa fyrirtæki boðið upp á að fólk stundi hreyfingu á vinnutíma og margir hafa stytt vinnudaginn. Þeir sem vinna að andlegri heilsueflingu, eða geðrækt, líður betur í vinnu. Það er þá ekki úr vegi að alveg eins og starfsfólk fær að stunda heilsurækt á vinnutíma að það ætti að geta sinnt sjálfboðaliðastarfi. Skólar reyna að sama skapi að hlúa vel að nemendum og geta lagt sitt af mörkum með því að meta sjálfboðaliðastarf til eininga. Sýnt hefur verið fram á það að á vinnumarkaði framtíðarinnar verði vöntun á færni sem einmitt lærist í gegnum samfélagslega virkni sjálfboðaliðastarfs. Færni í gagnrýnni hugsun, samskiptum, samvinnu, aðlögunarhæfni, sköpun og tilfinningargreind svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliðastarf er þjóðfélagslega hagkvæmt og nauðsynlegt Í gegnum tíðina hafa Íslendingar verið virkir í félags- og sjálfboðaliðastarfi. Helst ber að nefna björgunarsveitirnar, sem sannarlega vinna lífsnauðsynlegt starf. Mikið af félagastarfi er viðurkennt en ekki hefur skapast nægilega góður rammi í kringum óeigingjarnt starf greiðasamra einstaklinga. Sjálfboðaliðastarf verður seint metið út frá krónum og aurum, en framlag sjálfboðaliða til samfélagsins er ómetanlegt. Sjálfboðaliðastarf fær mis mikla viðurkenningu þó að það sé auðvitað mikilvægt bæði að fara á fjöll í óveðri og að selja kakó á jólamörkuðum. Sumir vinna mjög sýnilegt starf í formi t.d. matargjafa og aðrir vinna að langtíma verkefnum. Sjálf vinn ég með sjálfboðaliðum að því að auka skilning í alþjóðasamfélagi með því að byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða og auka samskipti. Sjálfboðaliðar stunda geðrækt í gegnum sín störf og þjálfa samkennd og samskipti. Færni sem er mjög mikilvæg og sannarlega ávinningur fyrir gæði samfélagsins. Ég vil hvetja vinnuveitendur sem og skóla til að leyfa starfsfólki og nemum að vinna að mannúðarstarfi og gefa í það tíma og einingar. Það er sennilega sjálfbærasta leiðin til þess að sýna samfélagslega ábyrgð fyrir þjóðarbúið.Höfundur er framkvæmdastjóri sjálfboðaliðasamtakanna AFS á Íslandi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun