Segir stjórn RÚV vanhæfa og telur að hún eigi að víkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:26 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV í ræðu sinni á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagðist hann ekki treysta stjórninni og veltir því fyrir sér hvort hún ætti að víkja. Gagnrýni Páls beindist meðal annars að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. „Ef ekki brot beinlínis á þeim upplýsingalögum sem Ríkisútvarpinu ber að fara eftir. Þá var það alla vega brot á þeirra eigin skilningi á upplýsingalögum og stefnuyfirlýsingu sem þangað til í gær var að finna á heimasíðu RÚV,“ sagði Páll.Vísir vakti athygli á því í gær að tilvísun í upplýsingalög hafi verið fjarlægð úr persónuverndaryfirlýsingu RÚV. Í gærmorgun var í yfirlýsingunni kveðið á um skyldu stofnunarinnar til að birta nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Síðar sama dag hafði þessu verið breytt. „Þessi síendurtekni vandræðagangur og vanhæfni af hálfu stjórnar Ríkisútvarpsins skapar vantraust. Af þeim ástæðum tel ég íhugunarefni fyrir stjórn Ríkisútvarpsins hvort hún ætti ekki í ljósi stöðunnar að víkja,“ sagði Páll. „Ekki treysti ég henni til að taka þá ákvörðun að ráða nýjan útvarpsstjóra miðað við alla þessa himinhrópandi vanhæfni og vandræðagang,“ sagði Páll. Ef stjórnin íhugi ekki stöðu sína sjálf sé það að mati Páls íhugunarefni fyrir menntamálaráðherra hvort hann ætti að boða til hluthafafundar og víkja stjórninni. Skýrsla Ríkisendurskoðunar enn eitt dæmið „Nú liggur það fyrir, klappað í stein, að Ríkisútvarpið hefur markvisst og væntanlega meðvitað brotið lög um tveggja ára skeið. Upp úr um það hvað Ríkisendurskoðun endanlega í skýrslu sinni í stjórnsýsluúttektum Ríkisútvarpið um daginn,“ sagði Páll ennfremur í ræðu sinni. Sagði hann stjórn Ríkisútvarpsins hafa gripið til þess „stórundarlega ráðs“ að segja að stofnunin hafi þurft að bíða eftir þessari niðurstöðunni í 24 mánuði til að segja þeim hvort þeir ættu að fara að lögum eða ekki. „Ríkisendurskoðun svaraði strax: Það þurfti ekkert að bíða eftir okkur. Það hefur legið fyrir með óyggjandi hætti frá upphafi að Ríkisútvarpinu bar að fara að þessum lögum,“ sagði Páll en samkvæmt niðurstöðum Ríkisendurskoðunar hefur Rúv til að mynda ekki farið að lögum með því að stofna ekki dótturfélag eða félög um allan samkeppnisrekstur.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira