Móðirin í Tromsø grunuð um manndráp og tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:41 Frá Tromsø í Norður-Noregi. Getty Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK. Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK.
Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50
Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32