Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 08:53 Antti Rinne tók við sem forsætisráðherra Finnlands í sumar. Getty Stjórnarsamstarfið í Finnlandi er sagt vera í mikilli hættu eftir deilur síðustu vikna á finnskum vinnumarkaði og er forsætisráðherrann og leiðtogi Jafnaðarmanna Antti Rinne sagður reiðubúinn að láta af embætti. Heimildarmenn blaðsins Iltalehti og ríkisfjölmiðilsins Yle segja að Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. Miklar deilur hafa staðið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar sem sneru að starfsmönnum finnska póstsins. Verkföll starfsmanna póstsins og samúðarverkföll annarra stéttarfélaga höfðu mikil áhrif á finnskt samfélag og ollu meðal annars röskunum í flug-, ferju- og lestarsamgöngum. Miðflokkurinn, sem á sæti í samsteypustjórn Rinne, lýsti því yfir í gærkvöldi að þingflokkur Miðflokksins treysti ekki lengur Rinne fyrir því að leiða ríkisstjórn. Leiðtogar Miðflokksins funduðu með Rinne í morgun og sitja þingflokkarnir nú sjálfir á fundum.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyBlaðið Suomen Kuvalehti greindi frá því í morgun að Rinne væri reiðubúinn að stíga til hliðar til að samgönguráðherrann og samflokksmaður Rinne, hin 33 ára Sanna Marin, tæki við sem nýr forsætisráðherra. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. 27. nóvember 2019 09:55 Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. 26. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Stjórnarsamstarfið í Finnlandi er sagt vera í mikilli hættu eftir deilur síðustu vikna á finnskum vinnumarkaði og er forsætisráðherrann og leiðtogi Jafnaðarmanna Antti Rinne sagður reiðubúinn að láta af embætti. Heimildarmenn blaðsins Iltalehti og ríkisfjölmiðilsins Yle segja að Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. Miklar deilur hafa staðið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar sem sneru að starfsmönnum finnska póstsins. Verkföll starfsmanna póstsins og samúðarverkföll annarra stéttarfélaga höfðu mikil áhrif á finnskt samfélag og ollu meðal annars röskunum í flug-, ferju- og lestarsamgöngum. Miðflokkurinn, sem á sæti í samsteypustjórn Rinne, lýsti því yfir í gærkvöldi að þingflokkur Miðflokksins treysti ekki lengur Rinne fyrir því að leiða ríkisstjórn. Leiðtogar Miðflokksins funduðu með Rinne í morgun og sitja þingflokkarnir nú sjálfir á fundum.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyBlaðið Suomen Kuvalehti greindi frá því í morgun að Rinne væri reiðubúinn að stíga til hliðar til að samgönguráðherrann og samflokksmaður Rinne, hin 33 ára Sanna Marin, tæki við sem nýr forsætisráðherra. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. 27. nóvember 2019 09:55 Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. 26. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Samkomulag í höfn í Finnlandi og verkföllum aflýst Samkomulag hefur náðist í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna og hefur verkföllum verið aflýst. 27. nóvember 2019 09:55
Verkföll póststarfsmanna raska finnsku samfélagi Deiluaðilar í kjaradeilu finnskra póststarfsmanna hafa enn ekki náð saman og héldu verkfallsaðgerðir áfram í dag. 26. nóvember 2019 12:46