Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 16:00 Það er gaman hjá Inter mönnum þessa dagana. Getty/Mattia Ozbot Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira