NFL: Lamar og félagar halda áfram að vinna bestu lið deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 14:00 Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á einu augabragði orðin ein stærsta stjarna NFL-deildarinnar. Getty/y Rob Carr Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13 NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hefur sett stefnuna á Super Bowl í ár og liðið er líklegur kandídat eftir að hafa unnið hvert frábæra liðið á fætur öðru á undanförnum vikum. Baltimore Ravens vann annað spútniklið í gær eða lið San Francisco 49ers. Bæði liðin því með tíu sigra í tólf leikjum. Það mátti þó ekki miklu muna því Hrafnarnir unnu á vallarmarki í blálokin. Baltimore Ravens fór á toppinn í Ameríkudeildinni eftir að Houston Texans vann meistara New England Patriots í kvöldleiknum. Bæði Ravens og Patriots hafa unnið tíu leiki en Baltimore vann innbyrðis leik liðanna og er því ofar.Game ball goes to OB.#WeAreTexanspic.twitter.com/fTnS13wzhb — Houston Texans (@HoustonTexans) December 2, 2019 Houston Texans er í efsta sæti í sínum riðli í Ameríkudeildinni en Tennessee Titans vann sinn þriðja leik í röð og er aðeins einum leik á eftir. Það er því mikil spenna í Suður-riðlinum. Leikstjórnandinn Lamar Jackson hjá Baltimore Ravens er á sínu fyrsta heila tímabili í byrjunarliðshlutverki og hefur spilað nær óaðfinnanlega. Það stefnir allt í það að þessi óvenjulegi og nær óstöðvandi leikmaður verði kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár.Lamar Jackson and the Ravens have beaten ... Seahawks Patriots Texans 49ers Those teams have a combined 36-9 record on the season ?? pic.twitter.com/E8iVCeNHZQ — ESPN (@espn) December 1, 2019Baltimore liðið hefur unnið bestu lið deildarinnar að undanförnu. Liðið hefur unnið átta síðustu leiki sína eða alla leiki frá og með 1. október. Meðal liðanna sem hafa legið í valnum eru sterk lið eins og Seattle Seahawks, New England Patriots, Houston Texans, Los Angeles Rams og nú síðast San Francisco 49ers.FINAL: Eight in a row. The @Ravens win! #SFvsBALpic.twitter.com/B2HTCWJKXU — NFL (@NFL) December 1, 2019 Green Bay Packers og Kansas City Chiefs styrktu bæði stöðu sína í sínum riðlum með sigrum í gær. Packers vann New York Giants í snjókomu og Chiefs vann sannfærandi sigur á Oakland Raiders. Tveir af óvæntustu sigrum dagsins voru sigrar Miami Dolphins og Washington Redskins sem bæði voru aðeins að vinna þriðja leikinn sinn í sumar. Cincinnati Bengals vann líka sinn fyrsta leik á tímabilinu og endaði þar með ellefu leikja taphrinu. Dallas Cowboys er líka áfram á toppnum í sínum riðli þrátt fyrir tvö vandræðaleg töp í röð. Ástæðan er að Philadelphia Eagles tapaði sínum þriðja leik í röð í gær og nú fyrir Miami Dolphins.Úrsltin í NFL-deildinni í gær: Houston Texans- New England Patriots 28-22 Denver Broncos - Los Angeles Chargers 23-20 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 40-9 Arizona Cardinals - Los Angeles Rams 7-34 Baltimore Ravens - San Francisco 49ers 20-17 Carolina Panthers - Washington Redskins 21-29 Cincinnati Bengals - New York Jets 22-6 Indianapolis Colts - Tennessee Titans 17-31 Jacksonville Jaguars - Tampa Bay Buccaneers 11-28 Miami Dolphins - Philadelphia Eagles 37-31 New York Giants - Green Bay Packers 13-31 Pittsburgh Steelers - Cleveland Browns 20-13
NFL Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Sjá meira