Raddlausu börnin Benedikt Traustason skrifar 1. desember 2019 13:23 Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Flóttamenn Innflytjendamál Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ef það er eitthvað sem tengir saman stúdenta og Jón Sigurðsson, nú 101 ári eftir fullveldi Íslands, þá er það sameiginlegur reynsluheimur. Það sem bæði stúdentar og Fjölnismenn lærðu af sinni baráttu var að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist og enginn mun berjast fyrir sigrunum nema við sjálf. Á næsta ári verða 100 ár frá því að Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað. Það gerir ráðið eldra en nokkurn stjórnmálaflokk í landinu. Það gerir ráðið jafngamalt Veðurstofunni, Hæstarétti, skipun Guðjóns Samúelssonar sem húsameistara ríkisins og Nóa í Nóa Síríus. Það er hollt fyrir okkur sem höfum fengið tækifæri til þess að sækja háskólamenntun að skoða stærra samhengi hlutanna. Við höfum fengið tækifæri sem minnihluti mannkyns lætur sig dreyma um. Tækifæri til þess að elta okkar drauma; læra það sem við höfum áhuga á. Á hverju ári koma börn til Íslands sem flýja hörmungar sem eru okkur svo fjarri að við getum ekki með nokkru móti sett okkur í þeirra spor. Þessi börn hafa ferðast ein um langan veg, að mörkum hins byggilega, í leit að öryggi, samkennd og tækifærum til þess að elta sína drauma. Því miður er viðmót íslenskra stjórnvalda gangvart þessum börnum ekki skilyrðislaust öryggi og samhugur. Þess í stað er frásögn þessara barna dregin í efa og þau send í líkamsrannsókn. Fyrr á þessu ári ákvað Háskóli Íslands að annast þá líkamsrannsókn fyrir stjórnvöld, í stað þess að opna faðm sinn með manngæsku að leiðarljósi. Þessi börn eiga engan málsvara, enga rödd. Það er þess vegna sem við stúdentar höfum ljáð þeim okkar rödd því við vitum að sigrarnir nást ekki nema fyrir þeim sé barist. Það er ósk mín að háskólinn endurskoði afstöðu sína, hætti tanngreiningum og bjóði fylgdarlausum flóttabörnum möguleika á framtíð sem þau gætu annars aldrei látið sig dreyma um. Til hamingju með daginn.Hugvekja flutt á fullveldisdaginn, 1. desember.Benedikt Traustason, varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar