Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Foreldrar, sem lágu undir sökum um að hafa hrist ungabarn sitt harkalega, táruðust í dag þegar dómstóll dæmdi þeim í hag í máli gegn Reykjavíkurborg. Móðirin segir grátlegt að hugsa til þess hversu stíft þau hafi þurft að ganga eftir réttlæti í málinu. Rætt verður við móður barnsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Niðurgreiðsla við tannlækningar og lyfjakostnað ásamt niðurfellingu komugjalda í heilsugæslu eru meðal áforma heilbrigðisráðherra til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Íslendingar greiða einna mest fyrir heilbrigðisþjónustu af Evrópulöndunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum. Þá verður farið ítarlega yfir stöðuna í bandarískum stjórnmálum eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti var kærður til embættismissis í nótt.

Þá verður rætt við forstjóra Icelandair um þotukaup félagsins og formann samtaka landeiganda, sem hafnar því alfarið að landeigendur hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×