Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2019 16:20 Daphne Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. EPA/DOMENIC AQUILINA Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00
Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47
Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30