Elvar Már Friðriksson var besti maður vallarins þegar Borås vann sigur á Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Njarðvíkingurinn skoraði 16 stig fyrir Borås og var þeirra stigahæsti maður í 83-73 útisigrinum.
Hann átti þess auki 9 stoðsendingar, 3 fráköst, stal þremur boltum og var framlagshæsti maður vallarins.
Þetta var fjórði sigur Borås í röð í deildinni en liðið er í baráttunni um efstu sæti deildarinnar.
Frábær Elvar í sigri Borås
