Strákur þríbrotinn í andliti eftir fólskulega líkamsárás á VIP-svæðinu á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 14:54 Árásin átti sér stað á VIP-tjaldsvæði við Áshamar á Þjóðhátíð 2016. Vísir/SigurjónÓ 27 ára karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Þjóðhátíð í Eyjum sumarið 2016. Fórnarlambið hlaut 5 prósent varanlega örorku vegna árásarinnar. Þarf árásarmaðurinn að greiða rúma milljón til fórnarlambsins í bætur sem mun hafa verið mun yngri en árásarmaðurinn. Árásarmaðurinn neitaði sök en árásin var tilefnislaus enda þekktust fórnarlambið og árásarmaðurinn ekki. Hann gat þó á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum gefið grófa lýsingu á útliti og háttalagi hans sem leiddi til handtöku nokkru síðar. Árásarmaðurinn tjáði lögreglu að hann hefði bæði tekið inn amfetamín og kókaín fyrr um daginn. Fórnarlambið hlaut bólgur- og maráverka yfir vinstra auga, vinstra megin í andliti, roða í hægra auga, brot í botni vinstri augntóftar og tvö beinbrot í neðri kjálka vinstra megin og að framanverðu. Var hann metinn með tíu stiga varanlegan miska og 5 prósent örorku. Kláraði úr flöskunni Í skýrslu lögreglu sagðist strákurinn hafa setið í hring með vinum sínum á VIP-tjaldsvæðinu þegar þangað kom maður og settist hjá þeim. Eftir smá stund bauð hann gestinum sopa úr Captain Morgan flösku en um einn þriðji hafi verði eftir í flöskunni. Gesturinn kláraði úr flöskunni og gerði strákurinn athugasemd við það. Skömmu síðar lá strákurinn í jörðinni og árásarmaðurinn var farinn á brott. Vitni sem gáfu skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi lýstu árásinni. Taldi dómurinn óumdeilt að árásarmaðurinn hefði annaðhvort slegið eða sparkað í strákinn af miklum krafti sem varð meðal annars til þess að hann þríbrotnaði í andliti. Laug fyrir dómi Árásarmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa lent í neinum átökum umrædda verslunarmannahelgi. Þess síður hefði hann haft efni á að komast inn á VIP-svæði því til þess þyrfti maður sérstakt armband. Framburður vinar hans fyrir dómi hjálpaði honum ekki en sá sagði þá hafa verið allan tímann saman á Þjóðhátíð. Líka í kringum þann tíma sem árásin átti sér stað, sex að morgni, og hefðu þeir bæði verið í Dalnum og á VIP-tjaldsvæðinu. Þeir hefðu haft armband til þess. Samkvæmt því leit dómurinn svo á að árásarmaðurinn hefði sagt ósatt. Framburður stráksins sem fyrir árásinni varð var stöðugur og studdur af framburðu vitna sem gáfu grófa lýsingu á útliti, klæðnaði og háttalagi árásarmannsins. Þótti hafið yfir skynsaman vafa að ákærði hefði ráðist á strákinn á umræddu svæði á Þjóðhátíð. Lamdi strákinn með tjaldstól Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að eitt högg hefði valdið áverkunum í andliti stráksins. Þau hefðu að lágmarki verið tvö og þá annaðhvort með sparki eða krepptum hnefa, en hitt með hörðum hlut. Um var að ræða tjaldstól sem tvö vitni sáu árásarmanninn brjóta saman og lemja strákinn með. Dómurinn segir ljóst að árásin hafi verið fólskuleg, án nokkurs tilefnis og sérstaklega hættuleg enda beindist hún að höfði brotaþola. Notaði ákærði tjaldstól til að fylgja eftir fyrra höggi sínu á höfuð brotaþola sem þá lá meðvitundarlaus eða meðvitundarlíill á jörðinni. Hinn dæmdi á nokkurn sakaferil að baki, meðal annars vegna ofbeldisbrota, brota á umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Ekki var gefin út ákæra í málinu fyrr en í apríl 2019 og var ákveðið að skilorðsbinda stærstan hluta dómsins, eða tólf mánuði af fimmtán, af þeim sökum. Krafist var rúmlega sex milljóna króna í skaða- og miskabætur úr hendi árásarmannsins. Hann var dæmdur til að greiða honum rúma milljón króna og rúmar tvær milljónir í sakarkostnað. Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
27 ára karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á Þjóðhátíð í Eyjum sumarið 2016. Fórnarlambið hlaut 5 prósent varanlega örorku vegna árásarinnar. Þarf árásarmaðurinn að greiða rúma milljón til fórnarlambsins í bætur sem mun hafa verið mun yngri en árásarmaðurinn. Árásarmaðurinn neitaði sök en árásin var tilefnislaus enda þekktust fórnarlambið og árásarmaðurinn ekki. Hann gat þó á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum gefið grófa lýsingu á útliti og háttalagi hans sem leiddi til handtöku nokkru síðar. Árásarmaðurinn tjáði lögreglu að hann hefði bæði tekið inn amfetamín og kókaín fyrr um daginn. Fórnarlambið hlaut bólgur- og maráverka yfir vinstra auga, vinstra megin í andliti, roða í hægra auga, brot í botni vinstri augntóftar og tvö beinbrot í neðri kjálka vinstra megin og að framanverðu. Var hann metinn með tíu stiga varanlegan miska og 5 prósent örorku. Kláraði úr flöskunni Í skýrslu lögreglu sagðist strákurinn hafa setið í hring með vinum sínum á VIP-tjaldsvæðinu þegar þangað kom maður og settist hjá þeim. Eftir smá stund bauð hann gestinum sopa úr Captain Morgan flösku en um einn þriðji hafi verði eftir í flöskunni. Gesturinn kláraði úr flöskunni og gerði strákurinn athugasemd við það. Skömmu síðar lá strákurinn í jörðinni og árásarmaðurinn var farinn á brott. Vitni sem gáfu skýrslu hjá lögreglu og fyrir dómi lýstu árásinni. Taldi dómurinn óumdeilt að árásarmaðurinn hefði annaðhvort slegið eða sparkað í strákinn af miklum krafti sem varð meðal annars til þess að hann þríbrotnaði í andliti. Laug fyrir dómi Árásarmaðurinn neitaði sök og sagðist ekki hafa lent í neinum átökum umrædda verslunarmannahelgi. Þess síður hefði hann haft efni á að komast inn á VIP-svæði því til þess þyrfti maður sérstakt armband. Framburður vinar hans fyrir dómi hjálpaði honum ekki en sá sagði þá hafa verið allan tímann saman á Þjóðhátíð. Líka í kringum þann tíma sem árásin átti sér stað, sex að morgni, og hefðu þeir bæði verið í Dalnum og á VIP-tjaldsvæðinu. Þeir hefðu haft armband til þess. Samkvæmt því leit dómurinn svo á að árásarmaðurinn hefði sagt ósatt. Framburður stráksins sem fyrir árásinni varð var stöðugur og studdur af framburðu vitna sem gáfu grófa lýsingu á útliti, klæðnaði og háttalagi árásarmannsins. Þótti hafið yfir skynsaman vafa að ákærði hefði ráðist á strákinn á umræddu svæði á Þjóðhátíð. Lamdi strákinn með tjaldstól Réttarmeinafræðingur taldi ólíklegt að eitt högg hefði valdið áverkunum í andliti stráksins. Þau hefðu að lágmarki verið tvö og þá annaðhvort með sparki eða krepptum hnefa, en hitt með hörðum hlut. Um var að ræða tjaldstól sem tvö vitni sáu árásarmanninn brjóta saman og lemja strákinn með. Dómurinn segir ljóst að árásin hafi verið fólskuleg, án nokkurs tilefnis og sérstaklega hættuleg enda beindist hún að höfði brotaþola. Notaði ákærði tjaldstól til að fylgja eftir fyrra höggi sínu á höfuð brotaþola sem þá lá meðvitundarlaus eða meðvitundarlíill á jörðinni. Hinn dæmdi á nokkurn sakaferil að baki, meðal annars vegna ofbeldisbrota, brota á umferðarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og vopnalögum. Ekki var gefin út ákæra í málinu fyrr en í apríl 2019 og var ákveðið að skilorðsbinda stærstan hluta dómsins, eða tólf mánuði af fimmtán, af þeim sökum. Krafist var rúmlega sex milljóna króna í skaða- og miskabætur úr hendi árásarmannsins. Hann var dæmdur til að greiða honum rúma milljón króna og rúmar tvær milljónir í sakarkostnað.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira