Isavia gerir stóran samning við breskt fyrirtæki vegna stækkunar flugvallarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 15:19 Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, Kristín Gestsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Isavia, Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs og viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, og Carl Dainter, yfirmaður flugmála hjá Mace. Isavia Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney að því er segir í tilkynningu frá Isavia. „Í ljósi mikilvægis þess að sækja hæfan samstarfsaðila í þau stóru verkefni sem framundan eru á Keflavíkurflugvelli var farið í ítarlegt og afar vandað valferli sem staðið hefur yfir í rúmt ár. Gerð var krafa um yfirgripsmikla þekkingu og reynslu bjóðenda hvað varðar sambærileg verkefni á stórum alþjóðlegum millilandaflugvöllum. Þá var gerð krafa um að bjóðendur yrðu á líftíma samningsins í samstarfi við innlendan aðila og í tilfelli Mace þá valdi félagið verkfræðistofuna Verkís til samstarfs. Á endanum stóð valið milli þriggja alþjóðlegra bjóðenda sem allir uppfylltu hæfið, en eins og fram hefur komið þá varð Mace, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, fyrir valinu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstarstjóri hjá Mace.Isavia Mace mun annast verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna komandi framkvæmda við m.a. byggingu austurálmu sem er nýr landgangur til austurs og byggingu á nýrri flugstöðvarbyggingu. Þá mun félagið einnig veita ráðgjöf við aðrar framkvæmdir Isavia á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal við tengibyggingu vegna breikkunar á landgangi milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. Fyrsta verkefni félagsins verður að veita ráðgjöf við tengibygginguna, en ráðgert er að framkvæmdir við hana muni hefjast á næsta ári. „Enn er talsvert í að framkvæmdir við austurálmu og nýja flugstöð geti hafist enda kalla framkvæmdir af þeirri stærðargráðu á nokkurra ára undirbúningsvinnu,“ segir í tilkynningunni. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, segir samninginn lykilskref í átt að þeim miklu framkvæmdum sem nauðsynlegt sé að ráðast í á flugvellinum til að viðhalda og fjölga flugtengingum til og frá Íslandi „Við hjá Isavia höfum lagt í mikla vinnu við að velja öflugan samstarfsaðila til að leiða þetta mikilvæga verkefni og það hefur mikla þýðingu fyrir Isavia að fá þekkingu og reynslu Mace að borðinu,“ segir Sveinbjörn. Jason Millett, rekstrarstjóri Mace, segist himinlifandi yfir tækifæri Mace til að leiða verkefnaumsjón og verkeftirlit yfir þeim framkvæmdum sem framundan séu á Keflavíkurflugvelli. „Við fáum hér tækifæri til að vera hluti af miklu umbreytingarverkefni þar sem sú sérfræðiþekking sem við höfum aflað okkur um allan heim kemur að góðum notum við að byggja upp flugvöll, í samstarfi við Isavia, sem styður við vöxt og tækifæri fyrir gjörvallt Ísland.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira