Hægjum á okkur fyrir framtíðina Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af sorglegri nýyrðum ársins 2019 er „grár dagur“. Þetta er hugtak sem væri betra að þurfa ekki, en það lýsir dögum þar sem veðuraðstæður og bílaumferð spila saman þannig að loftmengun fer yfir heilsuverndarmörk. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir allt fólk með öndunarfærasjúkdóma og raska daglegu lífi leikskólabarna, sem þarf að halda innan dyra á gráum dögum. Síðustu árin hefur áherslan sem betur fer snúist við, þannig að harðar er lagt að þeim sem valda menguninni að bæta ástandið. Fólk er hvatt til að hvíla bílinn og til að hjálpa við það hefur til dæmis verið frítt í strætó á gráum dögum þetta árið. Með nýjum umferðarlögum sem taka gildi um áramótin er jafnframt komin inn heimild fyrir sveitarfélög að takmarka bílaumferð tímabundið vegna loftmengunar. Gráir dagar og loftslagsbreytingar En tímabundnar takmarkanir á umferð taka bara á skammtímavanda eins og gráum dögum. Of mikil umferð er líka langtímavandamál. Þegar allt er talið til, þá eru vegasamgöngur losun stærsti einstaki þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú staða endurspeglast m.a. í því að annar af tveimur meginþáttum í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum snýr að orkuskiptum í samgöngum. Þar er mikið verk að vinna því þróun undanfarinna ára hefur verið í öfuga átt. Á meðan heildarlosun gróðurhúsalofttegunda hefur dregist saman í flestum flokkum hefur losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega á undanförnum árum. Hlutdeild vegasamgangna í losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda var 26% árið 2005. Þetta hlutfall var komið upp í 34% árið 2017. Orkuskiptin ein og sér duga ekki til, heldur er mikilvægt að draga úr vegasamgöngum eins og frekast er unnt – að fækka bílum á götunum – hvort sem það er með uppbyggingu borgarlínu, eflingu hjólreiða eða þéttingu byggðar. Allt þetta hefur líka jákvæð áhrif á loftgæði í nærumhverfinu, því stöðug aukingin bílaumferðar eykur svifryk, alveg sama hvort bílarnir eru knúnir bensíni eða rafmagni. Þannig geta sömu aðgerðir gagnast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og gegn gráu dögunum. Öfug þróun í lagasetningu Um áramótin taka gildi ný umferðarlög. Þar er margt fært til betri vegar, enda voru gömlu lögin komin til ára sinna. Eitt nýmæli mætti hins vegar staldra við og skoða betur: Heimild til að ákveða hærri hraðamörk á vegum með aðgreindar akstursstefnur – allt að 110 km á klst. Þegar þessi breyting var rædd í þingsal komu ekki fram upplýsingar um möguleg umhverfisáhrif af þessu, en öll mengun frá bílum vex veldisvexti með auknum hraða. Það skýtur skökku við að stjórnvöld berjist fyrir því að draga úr mengun frá umferð, en á sama tíma sé opnað fyrir heimild til að auka hana. Víða um lönd er þróunin sú að draga úr hámarkshraða. Þannig ákvað hollenska þingið í haust að lækka hámarkshraða á hraðbrautum úr 120/130 km á klst. niður í 100 km á klst., eftir að ítarleg greining sýndi fram á að sú breyting myndi skila talsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Sú greining benti jafnframt á þá þekktu staðreynd að hærri hámarkshraði leiðir síður en svo til aukinnar afkastageta vegakerfisins – þvert á móti verður hann til þess að stíflur myndast oftar þannig að skilvirkni samgöngukerfisins getur hreinlega minnkað með auknum hámarkshraða. Í íslensku samhengi þarf sérstaklega að skoða þetta á þeim götum innan þéttbýlis þar sem leyfður hámarkshraði er í dag hækkaður upp í 80 km á klst. Þess vegna lagði ég nýlega fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að kalla eftir því m.a. hvaða upplýsingar ráðherra hefur um áhrif hærri hámarkshraða á afkastagetu gatnakerfisins og umferðarteppur. Það gæti nefnilega vel verið að með því að lækka hámarkshraðann yrði útkoman ekki bara færri gráir dagar og lægri slysatíðni, heldur jafnframt greiðari umferð. Þannig myndu öll græða!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun