Tala látinna komin í sextán Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:56 Lögreglan segist ætla að gera sitt besta til að finna þá stvo sem enn er saknað. GETTY/Almannavarnir Nýja-Sjálands. Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi. Nýja-Sjáland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi.
Nýja-Sjáland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira