Fjórtán ára fangelsisdómur fyrir manndráp í brunanum á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 15:00 Vigfús var í upphafi mánaðarins dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og brennu. Ríkissaksóknari vill að hann verði sakfelldur fyrir manndráp. vísir/mhh Landsréttur dæmt Vigfús Ólafsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið konu og karli að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Er um að ræða þyngingu á refsingu úr fimm árum í fjórtán ár. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Embætti ríkissaksóknara staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í dag. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember 2018 og dregst gæsluvarðhaldið frá fangelsisvistinni. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu konunnar undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Landsréttur dæmt Vigfús Ólafsson í fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp með því að hafa orðið konu og karli að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Er um að ræða þyngingu á refsingu úr fimm árum í fjórtán ár. Dómur var kveðinn upp í Landsrétti síðdegis. Embætti ríkissaksóknara staðfestir niðurstöðuna í samtali við fréttastofu. Vigfús var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Suðurlands. Ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum úr héraði og var dómur kveðinn upp í dag. Héraðssaksóknari hafði farið fram á átján ára fangelsi yfir Vigfúsi. Vigfús hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember 2018 og dregst gæsluvarðhaldið frá fangelsisvistinni. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru Vigfús og kona handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu konunnar undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með konunni eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira