Fyrrverandi þingmenn efna til söfnunar fyrir Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 19:45 Hópurinn skorar einnig á fyrirtæki, félagahópa og stofnanir og biður um að leggja sitt að mörkum. Getty/Barcroft Media Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins. Namibía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins.
Namibía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira