„Hættuspil“ að vera með ótryggða sjálfboðaliða í vinnu Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. desember 2019 21:30 Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Mörg dæmi eru um að fólk komi til landsins sem sjálfboðaliðar og sé svo látið vinna meira og við önnur störf en lagt var upp með. Þá hafa atvinnurekendur kvartað til ASÍ vegna þess að samkeppnisaðilar eru með sjálfboðaliða í vinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að á hverju ári koma um 600 sjálfboðaliðar til starfa á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar prófessora í félagsfræði við Háskóla Íslands sem greindu tvær alþjóðlegar heimasíður sem auglýsa eftir sjálfboðaliðum. Næstum öll störfin eru störf sem um gilda kjarasamningar en þriðjungur sjálfboðaliðanna starfa í störfum tengdum ferðaþjónustunni. ASÍ fær nokkur slík mál inn á borð til sín á ári. Drífa Snædal segir að störfin séu ólögleg og að samtökin reyni að upplýsa fyrirtækin um það. „Og við viljum reyna að upplýsa líka þá sem standa í þessu, að vera með sjálfboðaliða í vinnu, að þetta er hættuspil að vera með einhverja sem eru ótryggðir.“ sTÖÐ 2 Atvinnurekendur hafi leitað til ASÍ og kvartað undan því að samkeppnisaðilar séu að ráða sjálfboðaliða. „Atvinnurekendum náttúrulega misbýður það þegar verið er að skekkja samkeppnisstöðuna og reka sín fyrirtæki án þess að þurfa að standa straum af launakostnaði.“ Í langflestum tilfellum er óskað eftir sjálfboðaliðum til starfa í sveitum, við heimilisverk og önnur sveitastörf. Aðrar algengar auglýsingar eru barnagæsla, dagvinna, þjónustustörf og við tungumálakennslu. Drífa segir að hluti sjálfboðaliðanna sem hingað koma séu að flýja atvinnuleysi í heimalandinu. Þá sé mikilvægt að brugðist verði við. „Það þarf að sýna fram á á ferilskránni að það hafi verið unnið eitthvað. Þannig að það er ekki endilega fólk sem er að leita í ævintýramennsku heldur er þetta fólk sem vill gjarnan vinna og vill fá laun.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Hundruð sjálfboðaliða sinna störfum sem um gilda kjarasamningar Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum. 29. desember 2019 07:00