Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 10:36 Flugeldarnir í Sydney hafa fangað augu margra síðustu ár vegna glæsileika. ap/Rick Rycroft Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er. Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er.
Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07