Samfélag Fjóla V. Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2019 12:00 Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað er samfélag? Hverjir eru styrkleikar samfélags og hverjir eru veikleikar samfélags? Það er áskorun að byggja upp gott samfélag og krefst þátttöku allra sem búa í samfélaginu hvort sem það eru kjörnir fulltrúar, atvinnulífið, skólinn, eða aðrir. Gott samfélag getur verið t.d sveitarfélag eins og Grýtubakkahreppur. En hvað er gott sveitarfélag? Það þarf að vera vel rekið, það þarf að vera atvinna og helst fjölbreytt atvinna. Grunnþjónusta eins og menntun, heilbrigðis- og félagsmál þurfa að vera í góðu lagi. Góður skóli, leikskóli og þjónusta fyrir þá sem þurfa á að halda. Það sem er sérstakt við lítil samfélög er mikil þátttaka allra í verkefnum sem upp koma og þátttaka í ákvarðanatökum. Það er þessi kraftur sem býr í litlum samfélögum sem gerir þau sérstök. Það hentar sumum, öðrum ekki. Enda ráðum við hvar við búum það er enginn þvingaður til þess að búa í ákveðnum samfélögum. A.m.k. ekki hingað til. Við þurfum að hafa vit á því að nýta styrkleika hvers og eins, virða landsbyggðina og það sem hún hefur fram að færa. Ekki taka ákvarðanir sem fela einungis í sér að byggja hærri múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Aðgerðir sem hindra samfélög eins og Grýtubakkahrepp í að lifa og dafna áfram. Ekki láta kjarkleysi og þröngsýni verða til þess að sterk samfélög verði veik í nafni ... tja, í nafni hvers ég bara spyr?? Tillaga ríkistjórnar um að lögþvinga sveitarfélög til sameininga, alveg burtséð frá því hvernig sveitarfélagið er statt, eða hvort það veitir þá þjónustu sem því ber, eða hvort íbúar yfir höfuð vilja sameinast eða ekki, er ansi hrokafull aðgerð og gerir ekki það sem tillögunni er ætlað. Eða að styrkja sveitarstjórnarstigið. Sameining er í sjálfu sér bara góð og gild og hafa sveitarfélög sameinast um allt land. Við eigum fyrst og fremst að einblína á það sem getur eflt okkur og rækta það sem sameinar okkur. Leyfum þeirri þróun að halda áfram, ég skora á þingmenn að kynna sér málið betur og hlusta á sjónamið þeirra sem búa í þessum sveitarfélögum. Í framhaldi af því fordæmi ég vinnubrögð samband Íslenskra sveitarfélaga við undirbúning og gerð þessarar tillögu um lögþvingum sveitarfélaga undir 1000 íbúum. Þessi tillaga er smiðuð og ákvörðuð af sveitarfélögum sem eru yfir þeim stærðarmörkum. Hún er unnin og ákveðin af þeim sem þetta hefur ekki áhrif á, nema þá að því leytinu að þessi stærri sveitarfélög fái að vísu allt að hundruðum milljóna ef þau taka að sér þessi minni sveitarfélög, sem sum hver eru jafnvel betur sett fjárhagslega en þessi stóru. Við höfum í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mótmælt þessum tillögum og bókað í fundargerðir hörð mótmæli. Án þess að fá nokkur svör frá sambandinu og þingmenn virðast ætla að þegja okkur bara af sér. Svona eins og þeir þurfi að hafa vit fyrir okkur. Ef við ætlum að ná fram hagræðingu á sveitarstjórnarstiginu þá er ein aðgerð sem gæti sparað mikið og minnkað flækjustigið, en það er að sameina höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag. Það hvarflar hins vegar ekki að mér að leggja það til. Við vinnum bara áfram ótrauð að því að efla og styrkja okkar samfélag, hvað sem stjórnvöld ákveða. Gleðilega hátíð.Höfundur er oddviti Grýtubakkahrepps.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun