WOW Air leigir húsnæði fyrir væntanlega söluskrifstofu í Washington Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2019 11:01 Væntanleg söluskrifstofa WOW Air í Foggy Bottom hverfinu í Washington D.C. aðsend WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“ Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
WOW Air hefur tekið húsnæði á leigu í Washingtonborg í Bandaríkjunum og merkt það félaginu. Til stendur að opna þar söluskrifstofu þegar félagið mun hefja flug á milli Washington og Keflavíkur. Þetta staðfestir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill félagsins, í samtali við fréttastofu Vísis. „Þetta er húsnæði sem búið er að taka á leigu í hverfi sem heitir Foggy Bottom í miðborg Washingon. Þetta er í raun ekkert annað en húsnæði sem bíður þess að þarna opni þegar þar að kemur söluskrifstofa,“ segir Gunnar. „Það var ákveðið að taka þetta á leigu og merkja þetta þangað til það kæmi þarna söluskrifstofa eða einhvers konar kaffihús.“ Hann segir væntanlega söluskrifstofu vonandi opna innan nokkurra vikna en Gunnar hefur áður sagt að vonast sé til þess að WOW Air byrji að fljúga innan nokkurra vikna frekar en mánaða. „Við ætlum að byrja að fljúga á milli Keflavíkur og Washington þannig að það er ekki ólíklegt að það skjóti upp kollinum söluskrifstofa í Reykjavík. Það er ekki ólíklegt en það hefur ekki verið ákveðið,“ segir Gunnar. Hann segir að endurreisnarferlið hafi reynst tímafrekara en gert var ráð fyrir en allt sé þó á réttri leið með endurreisn félagsins. „Þetta er allt saman á réttri leið en þetta er ekki á þeim hraða sem við héldum í haust að gæti verið í þessu en við förum í loftið.“ Tafirnar hafi orsakast af ýmsum ástæðum en þá hafi sérstaklega verið flóknara að endurreisa fallið flugfélag en gert var ráð fyrir og svo hafi samkeppnisumhverfið breyst töluvert. „Lággjaldaflugfélög hafa verið að reifa seglin eða jafnvel að leggja upp laupana og það hefur opnað ný tækifæri sem menn hafa viljað skoða. Þannig að bæði hefur þetta verið tímafrekara og fleiri möguleikar sem menn hafa viljað skoða.“
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00 Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46 Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Sjá meira
Sóknarfæri í ferðaþjónustu Í kjölfarið á falli WOW air hefur meira borið á umræðunni um verðmæti ferðamanna en oft áður. 11. desember 2019 12:00
Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun Bandaríska athafnakonan Michelle Ballarin fór af landi brott í morgun en hún hefur verið hér síðustu daga og unnið að endurreisn WOW Air. 15. desember 2019 12:46
Takist ekki að leysa úr ágreiningi við flugfreyjur þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm Skiptastjórar hins fallna WOW Air hafa afgreitt kröfur allra launþegahópa flugfélagsins til Ábyrgðasjóðs launa að flugfreyjum undanskyldum. Takist ekki að leysa úr ágreiningi þeirra á milli þarf að fara með málið til héraðsdóms að sögn Sveins Andra Sveinssonar, skiptastjóra og hæstaréttarlögmanns. 6. desember 2019 13:19