Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2019 12:03 Brotnir rafmagnsstaurar á Dalvíkurlínu. Vísir/Egill Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. Það var rétt fyrir klukkan níu í morgun sem rafmagnslaust varð á Húsavík og á svæðum þar í kring. „Staðan núna er sú að allir notendur eru komnir með rafmagn nema gróðurhúsið á Hveravöllum í Reykjahverfi en ástandið er ansi viðkvæmt. Það er ekki búið að gera við bilunina í Laxá þannig að við erum keyra kerfið eftir varaleiðum þannig að það geta auðveldlega orðið fleiri truflanir,“ segir Helga Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. „Þar að auki er slæm veðurspá hvað varðar ísingu næsta sólarhringinn á þessu svæði. Það er eiginlega alveg frá Eyjafjarðarsvæðinu og austur úr til og með Vopnafirði og jafnvel inn á austurlandið þannig að við höfum ansi miklar áhyggjur af því að það verði fleiri truflanir hjá okkur næsta sólarhringinn,“ segir Helga. Helga segir mikinn viðbúnað vegna veðursins. Það sama er uppi á teningnum hjá Landsneti. „Við erum með töluverðan viðbúnað. Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að hérna að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. Það var rétt fyrir klukkan níu í morgun sem rafmagnslaust varð á Húsavík og á svæðum þar í kring. „Staðan núna er sú að allir notendur eru komnir með rafmagn nema gróðurhúsið á Hveravöllum í Reykjahverfi en ástandið er ansi viðkvæmt. Það er ekki búið að gera við bilunina í Laxá þannig að við erum keyra kerfið eftir varaleiðum þannig að það geta auðveldlega orðið fleiri truflanir,“ segir Helga Jóhannsdóttir er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. „Þar að auki er slæm veðurspá hvað varðar ísingu næsta sólarhringinn á þessu svæði. Það er eiginlega alveg frá Eyjafjarðarsvæðinu og austur úr til og með Vopnafirði og jafnvel inn á austurlandið þannig að við höfum ansi miklar áhyggjur af því að það verði fleiri truflanir hjá okkur næsta sólarhringinn,“ segir Helga. Helga segir mikinn viðbúnað vegna veðursins. Það sama er uppi á teningnum hjá Landsneti. „Við erum með töluverðan viðbúnað. Við erum búin að vera með ísingarvakt á þessum svæðum og erum búin að fara í hreinsanir á þeim tengivirkjum sem við teljum að séu útsett fyrir ísingu. Við vonum bara að hérna að veðrið muni ekki leika okkur mjög illa í þetta skiptið en við erum mannskap á svæðinu ef eitthvað gerist,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets.
Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira