Pep Guardiola segir frábært gengi Leicester á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni ekki koma á óvart.
Manchester City tekur á móti Leicester á Etihadvellinum síðdegis í dag. Leicester er í öðru sæti deildarinnar með 39 stig, City er sæti á eftir með 35 stig.
„Eftir leikinn við þá á síðasta tímabili þá fannst mér að þeir myndu vera í baráttunni um efstu fjögur sætin á þessu tímabili,“ sagði Guardiola.
„Þeir hafa verið mjög stöðugir á þessu tímabili og eru frábært lið.“
Leicester er með bestu markatölu allra liða í deildinni, hafa unnið fleiri leiki en City og tapað helmingi færri.
„Þeir eru með mikin gæði fram á við og á miðsvæðinu. Þeir eru þéttir varnarlega og góðir í skyndisóknum. Þeir stjórna öllum sviðum leiksins.“
City má ekki við því að missa af stigum í baráttunni við Liverpool á toppnum, en Liverpool er með tíu stiga forskot á Leicester.
Guardiola: Gott gengi Leicester kemur ekki á óvart
