Eldtungurnar stóðu út um glugga Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 20. desember 2019 10:45 Slökkviliðsmenn hlúa að íbúa í Vesturbergi í morgun. Vísir/vilhelm Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. Íbúum hússins hafi verið hætta búin en þeir hafa verið fluttir í skóla í nágrenninu nú í morgun, þar sem teymi frá Rauða krossinum hlúir að þeim. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út vegna eldsins á tíunda tímanum í morgun. Eldurinn hefur verið slökktur og unnið er að því að reykræsta. Slökkviliðsmenn við störf í morgun.vísir/vilhelm Stigagangurinn lokaðist af reyk Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að strax hafi legið fyrir í tilkynningunni að mikill eldur hefði komið upp, sem og að fólk væri inni í íbúðum hússins og mikill reykur í stigagangi. Íbúar hafi verið beðnir um að halda sig inni. Þegar komið var á staðinn varð ljóst að eldurinn kviknaði á fyrstu hæð hússins, þar sem eru hjólageymslur, þvottahús og annað slíkt. „Það var bara mjög mikill eldur. Stigagangurinn lokaðist af reyk. Fólkið gerði alveg hárrétt í stöðunni, það var inni í íbúðunum og fór ekki inn á stigaganginn og fór svo bara út á svalir ef það fór að finna mikla lykt. Við slökktum síðan eldinn og erum að vinna að því að taka fólkið úr íbúðunum, aðstoða það,“ segir Birgir. Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri, á vettvangi í Vesturbergi í morgun.Vísir/þorsteinn Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um það hversu margar íbúðir eru í stigaganginum eða hversu margir búa í þeim. Svo virðist sem engan hafi sakað en Birgir segir að ljóst hafi verið að fólkinu var hætta búin. „Þegar eldurinn er orðinn svona mikill þá já, þetta hefði getað farið mun verr. En við sendum allar okkar stöðvar, við vorum fljótir að ná að slá niður þennan mesta eld. Það stóðu bara eldtungurnar út um glugga. Það gekk nokkuð fljótt fyrir sig og þá var staðan undir kontról,“ segir Birgir. „En svo þurfti að vinna eftirvinnuna, vera í sambandi við fólkið, segja því að halda kyrru fyrir á meðan við værum að ná að hreinsa upp reykinn svo það væri öruggara að ná því út.“ Bæði mönnum og dýrum var bjargað úr húsinu.Vísir/vilhelm Mikill mannskapur og góð tæki Inntur eftir því hvort aðstæður til slökkvistarfs hafi verið erfiðar segir Birgir að öflugt lið viðbragðsaðila hafi leyst verkið vel úr hendi. „Auðvitað er það þannig að þarna eru geymslur og annað slíkt þar sem eru einhverjir timburveggir, byggðir eftir þeim tímareglum, þannig að það var meiri eldur sjálfsagt út af því. En ekkert erfiðara fyrir okkur þannig séð. Mikill mannskapur, góð tæki og ráðist á þetta í hvelli.“ Birgir segir að ekki sé byrjað að kanna umfang tjóns vegna eldsins. Nú sé lögð áhersla á að huga að íbúum en farið hefur verið með fólkið í nærliggjandi skóla, þar sem teymi frá Rauða krossinum tekur á móti þeim. Þá verður einnig reynt að ná í þá íbúa sem ekki voru á staðnum þegar eldurinn kom upp. Inngangurinn að neðstu hæðinni er töluvert skemmdur.Vísir/vilhelm Slökkvistarf gekk vel, að sögn varaslökkviliðsstjóra.Vísir/vilhelm Slökkviliðsmenn aðstoða íbúa út úr húsinu.Vísir/vilhelm Íbúum hússins var hætta búin í morgun að sögn varaslökkviliðsstjóra.vísir/vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38