Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi Sandra B. Franks skrifar 30. desember 2019 15:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, kemur m.a. fram að á kjörtímabilinu eigi að vinna gegn kynbundnum launamun, auk þess vill ríkisstjórnin vinna með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil vakið athygli á viðvarandi mönnunarvanda í heilbrigðiskerfinu, skorti á sjúkraliðum og að nýliðun gangi allt of hægt. Allir sem til þekkja vita að skortur á sjúkraliðum veldur auknu álagi á þá sem starfinu sinna. Þessi staða eykur líkurnar á kulnun og eru mörg dæmi þess að sjúkraliðar hafi hrakist úr starfi vegna hennar. Fagfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki og er um 98% þeirra konur. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt, en reynir á og er oftar en ekki virkilega krefjandi. Um 90% sjúkraliða vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Það er því brýnt að leggja fram raunhæfar leiðir til þess að bæta mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Vinnutími og launakjör er þar lykilatriði. Það þarf að taka tillit til breyttra gilda á vinnumarkaði, því viðhorf unga fólksins til vinnu hafa breyst. Ungt fólk hefur sett sér skýr markmið um mikilvægi fjölskyldulífs. Auk þess þarf að leiðrétta stöðu kvenna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur bera þungan af heimilisstörfum og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Krafa sjúkraliða er í skýr í yfirstandandi kjaraviðræðum. Við viljum að vinnuvikan verði stytt í 35 klukkustundir og enn meira fyrir vaktavinnufólk, án skerðingar á launum. Við viljum líka að launakjör okkar séu þannig að hægt sé að lifa af þeim. Sjúkraliði er löggiltur heilbrigðisstarfsmaður, sem lokið hefur þriggja ára metnaðarfullu starfsnámi. Byrjunarlaun hans eru 328.584 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Byrjunarlaun sjúkraliða eru sambærileg byrjunarlaunum 16 -18 ára unglinga samkvæmt lágmarkstekjutryggingu í lífskjarasamningi. Þessi staðreynd er ekki einungis niðurlægjandi fyrir sjúkraliðastéttina, heldur stríðir hún gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um að leiðrétta kynbundin launamun og stuðla að ábyrgum og réttlátum vinnumarkaði. Það er ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar og betri launakjör eru helstu baráttumál sjúkraliða. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betra starfsumhverfi og launakjörum sem hægt er að lifa af og eru í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun