Tæplega sjö þúsund eiga eftir að fá greitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 13:01 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Vinnumálastofnun gengur vel að vinna sig í gegnum holskeflu umsókna sem barst fyrir síðustu mánaðamót. Enn eiga þó tæplega sjö þúsund manns eftir að fá greitt. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hún gerði ráð fyrir að geta afgreitt allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Fjölmargar hópuppsagnir bárust vinnumálastofnun undir lok síðasta mánaðar, flestar frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Vinnuálag hjá stofnuninni er gríðarlegt að sögn forstjórans. „Það hefur gengið glettilega vel, það verður að segjast eins og er. En það eru samt ennþá tæplega sjö þúsund manns sem eiga eftir að fá greitt, svo við höldum því til haga. Þetta eru svona umsóknir oftast þar sem mannshöndin þarf að koma að og þurfa á lagfæringu að halda. Þess vegna verður líka töf á þessu. En ég kalla það nú eiginlega gott að við erum búin að ná að borga yfir fjörutíu og fimmtíu þúsund til fimmtíu þúsund manns nú þegar.“ Hún gerir ráð fyrir að stofnunin verði búin að afgreiða allar umsóknir fyrir miðjan mánuð. Langerfiðustu mánaðamót í sögu Vinnumálastofnunar Unnur segir að það sé kraftaverki líkast hversu vel starfsfólki hafi tekist til og hversu hratt það hafi unnið, miðað við það álag sem verið hefur hjá Vinnumálastofnun. Í síðasta mánuði voru þrjátíu einstaklingar ráðnir inn til stofnunarinnar, vítt og breitt um landið til að mæta auknu álagi. „En það er alveg gríðarlegt álag hérna hjá okkur, hingað er mikið hringt og það koma um tvö þúsund tölvupóstar á sólarhring. Fólk situr hér við og hamast við að þjónusta og svara fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.“ Unnur kvaðst aðspurð ekki vita hvort fyrirtæki hefðu í hyggju að ráðast í fleiri hópuppsagnir fyrir næstu mánaðamót. „Ég náttúrulega vona að mesti kúfurinn hafi komið um síðustu mánaðamót. Ég smá óttast það en ég vona að þetta verði ekkert svipað og síðast.“ Voru þetta erfiðustu mánaðamót sem þú hefur upplifað í starfi hjá stofnuninni? „Já, þau langerfiðustu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30 Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04 4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Vel yfir 90% hópuppsagna hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu Ríflega fjögur þúsund hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn sem Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um í dag og í gær. 1. apríl 2020 23:30
Undirbúa aukna aðsókn í Háskóla Íslands Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust. 1. maí 2020 12:04
4.210 manns hafa misst vinnuna í 51 hópuppsögn Vinnumálastofnun hefur í uppsagnahrinu vegna kórónuveirufaraldursins borist tilkynningar um hópuppsagnir frá 51 fyrirtæki. Uppsagnirnar varða 4.210 starfsmenn. 30. apríl 2020 17:20