Sjö hundruð smit á dag í fyrirmyndarríkinu Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 08:45 Flest kórónuveirusmit í Singapúr greinast meðal farandverkamanna sem margir hverjir hafast við í fjölmennum vistarverum. Getty/Ore Huiying Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum. Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Sjá meira
Stjórnvöld í Singapúr hafa greint um 700 kórónuveirusmit á dag í vikunni. Alls hafa greinst næstum 22 þúsund smit í landinu frá upphafi faraldursins, langflest meðal farandverkafólks, en Singapúr hefur sérstaklega verið hrósað fyrir að hafa tekið útbreiðsluna föstum tökum. Þarlend stjórnvöld greindu þannig frá því í morgun að 768 ný smit hafi greinst á milli daga. Nú eru næstum 1400 smitaðra á spítala í Singapúr, þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn hafa smitast, en 20 hafa látið lífið það sem af er faraldri. Tíu af þeim sem greindust á síðasta sólarhring eru innfæddir Singapúrar en 725 smit greindust meðal farandverkafólks sem hefst jafnan við í mannmörgum vistarverum. Rúmlega 200 þúsund farandverkamenn frá Bangladess, Indlandi og öðrum Asíuríkjum búa nú í Singapúr, þar sem heildarfjöldi íbúa er um 6 milljónir. Tugþúsundir þeirra hafa verið skikkaðir í sóttkví og þurfa því að hafast við í mannmörgum svefnsölunum, en aðrir hafa verið fluttir á aðra staði til að draga úr þrengslum. Mikil fjögun frá aprílbyrjun Dagleg smit í Singapúr voru innan við 100 á dag í aprílbyrjun og horfðu margar þjóðir til árangurs ríkisins í baráttunni við veiruna, sem styðst við smitrakningu og einangrun smitaðra. Síðan þá hefur smitum farið ört fjölgandi og voru t.a.m. staðfest rúmlega 1400 tilfelli þann 20. apríl. Síðan þá hafa smitin verið að jafnaði á bilinu 600 til 1100 á dag. Þarlend heilbrigðisyfirvöld segja að flest hinna smituðu hafi fengið væg einkenni en að um 30 prósent þurfi aðhlynningu vegna aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma. Stefnt er að því að yfirstandandi samkomubanni í Singapúr verði aflétt um næstu mánaðamót. Þrátt fyrir að ýmsar verslanir séu farnar að opna aftur var þorra þeirra lokað, Singapúrum gert að halda sig heima og takmarka búðarferðir sínar við kaup á nauðsynjavörum.
Singapúr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38 Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Sjá meira
Óttast meiriháttar faraldur í búðum farandverkamanna Farandverkamenn sem yfirvöld í Singapúr hafa í reynd lokað inni í tveimur stórum svefnsölum óttast að þeir verði að gróðrarstíu fyrir kórónuveirusmit. Verkamennirnir hafast við í sölunum við þröngan og illan kost. 6. apríl 2020 16:38
Mikil fjölgun skráðra smita í Singapúr Síðustu daga hefur orðið mikil fjölgun í skráðum kórónuveirusmitum í Singapúr – landi sem var sérstaklega hrósað framan af fyrir að hafa tekist að halda faraldrinum í skefjum. 19. apríl 2020 12:12