Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 12:27 Michael Flynn játaði sig sekan af því að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra og um störf sín fyrir tyrkensk stjórnvöld. Hann hefur síðan haldið því fram að hann sé fórnarlamb samsæris saksóknara, alríkislögreglu og fyrrverandi lögmanna sinna. Flynn átti allt að fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæru á hendur Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Trump, í gær hefur valdið miklu írafári. Það hafði áður sætt gagnrýni eftir að William Barr, dómsmálaráðherra, hlutaðist til í máli Roger Stone, persónulegs vinar Trump, til að milda refsikröfu yfir honum fyrr á þessu ári. Flynn játaði sök um að hafa logið að alríkislögreglunni, bæði um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og um málafylgjustörf sín við stjórnvöld í Tyrklandi. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru þegar sakborningur hefur játað sök. Aðalsaksóknari ráðuneytisins í málinu gegn Flynn dró sig frá því skömmu áður en ráðuneytið breytti afstöðu sinni í málinu, að sögn Washington Post. Það sama gerðist í máli Stone þegar Barr greip fram fyrir hendurnar á saksóknurum. Sjá einnig: Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytisins Dómari þarf að samþykkja vísa málinu gegn Flynn frá. Hann hefur áður hafnað rökum Flynn um að saksóknarar og FBI hafi búið til mál gegn honum. Trump og Pútín þegar þeir hittust í Hamborg í Þýskalandi. Bandaríska forsetanum hefur verið mikið í mun að hafa góð samskipti við Kremlarstjórn.Vísir/AFP Kallaði embættismenn Obama „mannleg úrþvætti“ Áður hafði Trump látið í það skína að hann myndi náða Flynn sem blandaðist inn í rannsókn alríkislögreglunnar á því hvort að forsetaframboð Trump ætti í samráði við útsendara Rússlandsstjórnar um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Ákvörðun ráðuneytisins fríar Trump frá því að þurfa að verja slíka náðun á kosningaári. Trump ræddi við Vladímír Pútín í síma í gær og sagði fréttamönnum síðar að hann hefði þar lýst Rússarannsókninni svonefndu sem „gabbi“. „Ég sagði: Veistu hvað, þetta er mjög viðeigandi tími vegna þess að hlutirnir eru að detta niður núna og raðast upp og sýna hvers konar gabb þessi rannsókn var, þetta var alger hneisa og ég væri ekki hissa ef þú sæir fullt af hlutum gerast á næstu vikum,“ sagði Trump án þess að skýra frekar hvað hann ætti við um það sem ætti eftir að gerast. Þá lýsti Trump fyrrum stjórnendum FBI og dómsmálaráðuneytisins sem höfðu umsjón með málinu gegn Flynn sem „mannlegu úrþvætti“. Segist fórnarlamb samsæris eigin lögmanna Flynn var einn af ötulustu málsvörum forsetaframboðs Trump og leiddi stuðningsmenn hans meðal annars í köllum eftir að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, yrði fangelsuð í kosningabaráttunni árið 2016. Trump gerði Flynn að þjóðaröryggisráðgjafa sínum þrátt fyrir að Barack Obama, fráfarandi forseti, hefði varað hann sérstaklega við því. Flynn hafði þá unnið á bak við tjöldin fyrir tyrknesk stjórnvöld. Flynn hafði ekki verið mánuð í embætti þegar Trump lét hann fara eftir að í ljós kom að Flynn hafði logið að alríkislögreglunni og Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við Rússland. Eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti ræddi Flynn við Kislyak sendiherra. Markmið Flynn var að grafa undan refsiaðgerðum sem Obama fráfarandi forseti hafði lagt á Rússland vegna kosningaafskipta undir lok árs 2016. Hvatti Flynn Rússa til þess að bregðast ekki við refsiaðgerðunum þar sem Trump-stjórnin myndi snúa þeim við þegar hún tæki við völdum í janúar 2017. Flynn játaði sig sekan um meinsæri í desember 2017 og gerði samkomulag um samvinnu við saksóknara Roberts Mueller, þáverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrði Rússarannsókninni. Eftir að Mueller lauk rannsókn sinni vatt Flynn kvæði sínu í kross, skipti um lögmenn og reyndi að fella úr gildi samning sinn við saksóknarana. Hélt hann því fram að hann væri fórnarlamb samsæris saksóknara, alríkislögreglumanna og fyrrverandi lögmanna sinna. Barr dómsmálaráðherra skipaði fyrir um endurskoðun á meðferð saksóknara á málinu í janúar. Saksóknarinn sem Barr fékk til þess mælti með því að málið yrði fellt niður. Ráðuneytið sagði í kröfu sinni um að dómari vísaði málinu frá að yfirheyrslan þar sem Flynn laug hafi ekki tengst rannsókn FBI á Flynn og að ekki hafi verið grundvöllur fyrir henni. Ákvörðun Barr um að grípa fram fyrir hendurnar á saksóknurum í máli Rogers Stone var afar umdeild fyrr á þessu ári. Stone er persónulegur vinur Trump forseta og var óformlegu ráðgjafi forsetaframboðs hans. Saksóknarar sögðu sig frá málinu áður en Barr lét milda refsikröfu yfir Stone.Vísir/Getty Telja ákvörðnina grafa undan réttarríkinu Enginn saksóknari ráðuneytisins skrifaði undir frávísunarkröfuna, aðeins pólitískt skipaður alríkissaksóknari Columbia-svæðis sem Barr tilnefndi. Washington Post hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum að ákvörðunin um frávísunin sé í trássi við grundvallarreglur ráðuneytisins. „Önnur grunnstoð dómsmálaráðuneytisins og réttarríkisins er fallin. Réttlætingin fyrir þessari ákvörðun er ekki trúverðug og glæpamenn gætu notað hana til að sleppa við lögmæta saksókn í framtíðinni,“ segir alríkissaksóknari sem vildi ekki láta nafn síns getið. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helsti leiðtogi Demókrataflokksins, gagnrýndi ákvörðun dómsmálaráðuneytisins. „Pólitísk afskipti Barr dómsmálaráðherra af réttlætinu þekkja sér engin mörk. Að taka fram fyrir hendurnar á sérstaka rannsakandanum er fordæmalaust og skortir virðingu fyrir réttarríkinu,“ sagði Pelosi í gær. Barr vísaði gagnrýninni á bug þó að hann væri undir hana búinn. „En mér finnst það líka dapurlegt að nú til dags séu þessar flokkatilfinningar svo sterkar að fólk hefur tapað réttlætistilfinningu,“ sagði ráðherrann. Talsmaður Roberts Mueller vildi ekki tjá sig um ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að krefjast frávísunar á málinu gegn Flynn.Vísir/EPA Hvað sagði skýrsla Mueller? Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI, tók við rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Comey lýsti því síðar að Trump hefði sett þrýsting á sig að fella niður rannsókn á Flynn. Niðurstaða rannsóknar Mueller sem hann kynnti í skýrslu í fyrra var að ekki hefði verið hægt að sýna fram á glæpsamlegt samráð á milli framboðsins og útsendara Rússa. Lýsti skýrslan þó fjölda samskipta starfsmanna framboðsins og Rússa, þar á meðal Flynn. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar með ýmsum hætti. Taldi hann sig bundinn af lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Lýsti Mueller þess í stað ellefu atriðum sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Trump hefur engu að síður ítrekað lýst lyktum rannsóknarinnar sem „algerri uppreist æru“. Í skýrslunni skrifaði Mueller sérstaklega að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að fella niður ákæru á hendur Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Trump, í gær hefur valdið miklu írafári. Það hafði áður sætt gagnrýni eftir að William Barr, dómsmálaráðherra, hlutaðist til í máli Roger Stone, persónulegs vinar Trump, til að milda refsikröfu yfir honum fyrr á þessu ári. Flynn játaði sök um að hafa logið að alríkislögreglunni, bæði um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og um málafylgjustörf sín við stjórnvöld í Tyrklandi. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru þegar sakborningur hefur játað sök. Aðalsaksóknari ráðuneytisins í málinu gegn Flynn dró sig frá því skömmu áður en ráðuneytið breytti afstöðu sinni í málinu, að sögn Washington Post. Það sama gerðist í máli Stone þegar Barr greip fram fyrir hendurnar á saksóknurum. Sjá einnig: Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytisins Dómari þarf að samþykkja vísa málinu gegn Flynn frá. Hann hefur áður hafnað rökum Flynn um að saksóknarar og FBI hafi búið til mál gegn honum. Trump og Pútín þegar þeir hittust í Hamborg í Þýskalandi. Bandaríska forsetanum hefur verið mikið í mun að hafa góð samskipti við Kremlarstjórn.Vísir/AFP Kallaði embættismenn Obama „mannleg úrþvætti“ Áður hafði Trump látið í það skína að hann myndi náða Flynn sem blandaðist inn í rannsókn alríkislögreglunnar á því hvort að forsetaframboð Trump ætti í samráði við útsendara Rússlandsstjórnar um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Ákvörðun ráðuneytisins fríar Trump frá því að þurfa að verja slíka náðun á kosningaári. Trump ræddi við Vladímír Pútín í síma í gær og sagði fréttamönnum síðar að hann hefði þar lýst Rússarannsókninni svonefndu sem „gabbi“. „Ég sagði: Veistu hvað, þetta er mjög viðeigandi tími vegna þess að hlutirnir eru að detta niður núna og raðast upp og sýna hvers konar gabb þessi rannsókn var, þetta var alger hneisa og ég væri ekki hissa ef þú sæir fullt af hlutum gerast á næstu vikum,“ sagði Trump án þess að skýra frekar hvað hann ætti við um það sem ætti eftir að gerast. Þá lýsti Trump fyrrum stjórnendum FBI og dómsmálaráðuneytisins sem höfðu umsjón með málinu gegn Flynn sem „mannlegu úrþvætti“. Segist fórnarlamb samsæris eigin lögmanna Flynn var einn af ötulustu málsvörum forsetaframboðs Trump og leiddi stuðningsmenn hans meðal annars í köllum eftir að Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump, yrði fangelsuð í kosningabaráttunni árið 2016. Trump gerði Flynn að þjóðaröryggisráðgjafa sínum þrátt fyrir að Barack Obama, fráfarandi forseti, hefði varað hann sérstaklega við því. Flynn hafði þá unnið á bak við tjöldin fyrir tyrknesk stjórnvöld. Flynn hafði ekki verið mánuð í embætti þegar Trump lét hann fara eftir að í ljós kom að Flynn hafði logið að alríkislögreglunni og Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við Rússland. Eftir að Trump var kjörinn en áður en hann tók við embætti ræddi Flynn við Kislyak sendiherra. Markmið Flynn var að grafa undan refsiaðgerðum sem Obama fráfarandi forseti hafði lagt á Rússland vegna kosningaafskipta undir lok árs 2016. Hvatti Flynn Rússa til þess að bregðast ekki við refsiaðgerðunum þar sem Trump-stjórnin myndi snúa þeim við þegar hún tæki við völdum í janúar 2017. Flynn játaði sig sekan um meinsæri í desember 2017 og gerði samkomulag um samvinnu við saksóknara Roberts Mueller, þáverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem stýrði Rússarannsókninni. Eftir að Mueller lauk rannsókn sinni vatt Flynn kvæði sínu í kross, skipti um lögmenn og reyndi að fella úr gildi samning sinn við saksóknarana. Hélt hann því fram að hann væri fórnarlamb samsæris saksóknara, alríkislögreglumanna og fyrrverandi lögmanna sinna. Barr dómsmálaráðherra skipaði fyrir um endurskoðun á meðferð saksóknara á málinu í janúar. Saksóknarinn sem Barr fékk til þess mælti með því að málið yrði fellt niður. Ráðuneytið sagði í kröfu sinni um að dómari vísaði málinu frá að yfirheyrslan þar sem Flynn laug hafi ekki tengst rannsókn FBI á Flynn og að ekki hafi verið grundvöllur fyrir henni. Ákvörðun Barr um að grípa fram fyrir hendurnar á saksóknurum í máli Rogers Stone var afar umdeild fyrr á þessu ári. Stone er persónulegur vinur Trump forseta og var óformlegu ráðgjafi forsetaframboðs hans. Saksóknarar sögðu sig frá málinu áður en Barr lét milda refsikröfu yfir Stone.Vísir/Getty Telja ákvörðnina grafa undan réttarríkinu Enginn saksóknari ráðuneytisins skrifaði undir frávísunarkröfuna, aðeins pólitískt skipaður alríkissaksóknari Columbia-svæðis sem Barr tilnefndi. Washington Post hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum að ákvörðunin um frávísunin sé í trássi við grundvallarreglur ráðuneytisins. „Önnur grunnstoð dómsmálaráðuneytisins og réttarríkisins er fallin. Réttlætingin fyrir þessari ákvörðun er ekki trúverðug og glæpamenn gætu notað hana til að sleppa við lögmæta saksókn í framtíðinni,“ segir alríkissaksóknari sem vildi ekki láta nafn síns getið. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helsti leiðtogi Demókrataflokksins, gagnrýndi ákvörðun dómsmálaráðuneytisins. „Pólitísk afskipti Barr dómsmálaráðherra af réttlætinu þekkja sér engin mörk. Að taka fram fyrir hendurnar á sérstaka rannsakandanum er fordæmalaust og skortir virðingu fyrir réttarríkinu,“ sagði Pelosi í gær. Barr vísaði gagnrýninni á bug þó að hann væri undir hana búinn. „En mér finnst það líka dapurlegt að nú til dags séu þessar flokkatilfinningar svo sterkar að fólk hefur tapað réttlætistilfinningu,“ sagði ráðherrann. Talsmaður Roberts Mueller vildi ekki tjá sig um ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að krefjast frávísunar á málinu gegn Flynn.Vísir/EPA Hvað sagði skýrsla Mueller? Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri FBI, tók við rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Comey lýsti því síðar að Trump hefði sett þrýsting á sig að fella niður rannsókn á Flynn. Niðurstaða rannsóknar Mueller sem hann kynnti í skýrslu í fyrra var að ekki hefði verið hægt að sýna fram á glæpsamlegt samráð á milli framboðsins og útsendara Rússa. Lýsti skýrslan þó fjölda samskipta starfsmanna framboðsins og Rússa, þar á meðal Flynn. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar með ýmsum hætti. Taldi hann sig bundinn af lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Lýsti Mueller þess í stað ellefu atriðum sem hægt væri að túlka sem tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Trump hefur engu að síður ítrekað lýst lyktum rannsóknarinnar sem „algerri uppreist æru“. Í skýrslunni skrifaði Mueller sérstaklega að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta. 15. febrúar 2020 10:09
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent