Innlent

Stað­fest smit nú sex­tán talsins

Atli Ísleifsson skrifar
Hin smituðu eru með hefðbundin flensueinkenni.
Hin smituðu eru með hefðbundin flensueinkenni. Vísir/Vilhelm

Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar stendur nú í sextán manns, en tveir bættust í hópinn seint í gærkvöldi.

Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Víðir segir að um sé að ræða mann og konu á sextugsaldri sem kom hingað til lands frá Veróna á Ítalíu en flaug heim í gegnum München í Þýskalandi.

Víðir segir fólkið með hefðbundin flensueinkenni, eins og hinir Íslendingarnir sem hafa smitast.

Hann bætir við að fólkið sem um ræðir sé úr þeim hópi sem hafi verið í sóttkví og fylgst hafi verið náið með, en alls er búið að greina um 230 sýni hér á landi.


Tengdar fréttir

Telur ekki langt í að smit komi upp innan­lands

"Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.

Starfs­maður Land­spítalans með kórónu­veiruna

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt.

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×