Þrjú dauðsföll barna í New York tengd við barnasjúkdóminn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 14:31 Andrew Cuomo óttast að sjúkdómurinn hafi verið í gangi í einhverjar vikur. Vísir/getty Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent