Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2020 09:15 Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Vísir/Egill Aðalsteinsson. Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun. Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Ákvörðun samtakanna Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum, ef horft er til athugasemdadálka vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta. Hvatt er til úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. Ummæli eins og þessi birtust daginn sem Landvernd kynnti kæruna: „Nú þarf þjóðarátak gegn þessum skemmdarverkasamtökum. Nóg komið.“ „Löngu kominn tími til að öfgasamtök á borð við Landvernd og skyld hryðjuverkasamtök séu ábyrg fyrir gerðum sínum.“ „Þetta er nú meira skíta pakkið.“ Hér sést veglínan um Teigsskóg ásamt þverun í innanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sá sig knúinn til að koma sjónarmiðum samtakanna á framfæri í Bæjarins besta með grein, sem birtist í fyrradag. Hann segir meðal annars: „Teigsskógur er stærsta samfellda skóglendi á Vestfjörðum. Hann er óslitinn frá fjöru og upp í hlíðar og myndar einstakt samspil með leirum og grunnsævi. Báðar þessar vistgerðir, birkiskógurinn og leirurnar, njóta verndar Náttúruverndarlaga. Þá er svæðið allt verndað með sérlögum um Breiðafjörð og áhrifasvæði framkvæmdanna eru á náttúruminjaskrá. Vegurinn sem er kærður spillir þessum verðmætum og er ósamrýmanlegur framangreindum verndunarákvæðum.“ Tryggvi sagði ennfremur að svo virtist sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi verið þvinguð til að gefa út framkvæmdaleyfið. Formanni Landverndar var svarað með annarri holskeflu athugasemda frá lesendum: „Þið kjánarnir hjá þessum niðurrifssamtökum, sem þið kallið Landvernd, ættuð.. að skammast ykkar.“ „…hafa haldið framþróun á þessu svæði í gíslingu í áratugi. Megið þið hafa mikla skömm fyrir landverndarfólk.“ „Landskemmd væri réttnefni þessara hryðjuverkasamtaka.“ Einn lesandi minnti á ályktun Skógræktarfélags Íslands og vestfirskra skógræktarfélaga þar sem rök um verndun skógarins eru sögð yfirvarp. Sjá hér: Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Annar sagðist hafa heyrt að í Arnarfirði mætti finna bæði víðfeðmari og hávaxnari skóg. Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og yfir innanverðan Þorskafjörð á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Þá er Landvernd sögð kæra til að fá jarðgöng: „Þeim er skítsama þótt töf verði á jarðgöngum í 30 ár.“ Sjá einnig hér: Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Umræðan hélt enn áfram í gær með frétt BB: „Reykhólar: Mótmæla harðlega Landvernd.“ Þar segir að sveitarstjórn Reykhólahrepps hafi hist á aukafundi vegna kæru Landverndar og gert sérstaka samþykkt þar sem því er hafnað að Vegagerðin hafi beitt þvingun.
Teigsskógur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33
Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. 17. mars 2020 08:52