Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 20:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira