Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2020 22:02 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Vesturlandsvegur milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga þykir einhver hættulegasti kafli þjóðvegakerfisins og þar hefur lengi verið kallað eftir endurbótum, eins og fram kom á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum: Þegar Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er spurður um næstu stóru útboðsverk þá er Kjalarnes á listanum. Hann nefnir einnig Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Á Kjalarnesi er vonast til að fyrsti áfanginn, milli Varmhóla og Grundarhverfi, verði boðinn út í júní, en næsti áfangi er svo milli Grundarhverfis og Hvalfjarðar. Ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi er raunar stefnt að því að öll þessi þrjú verk fari í útboð í sumar; áfangar á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, „..og einhverja kannski byrjunarhluta í Gufudalssveit, ef leyfi fást,“ eins og Óskar Örn orðar það. Á Dynjandisheiði er vonast til að hægt verði að byrja á tveimur áföngum, annars vegar við Þverdalsá ofan Penningsdals og hins vegar á kafla í Arnarfirði, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Sjá nánar hér: Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Reykjavík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Vesturlandsvegur milli Mosfellsbæjar og Hvalfjarðarganga þykir einhver hættulegasti kafli þjóðvegakerfisins og þar hefur lengi verið kallað eftir endurbótum, eins og fram kom á borgarafundi á Akranesi fyrir tveimur árum: Þegar Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, er spurður um næstu stóru útboðsverk þá er Kjalarnes á listanum. Hann nefnir einnig Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Á Kjalarnesi er vonast til að fyrsti áfanginn, milli Varmhóla og Grundarhverfi, verði boðinn út í júní, en næsti áfangi er svo milli Grundarhverfis og Hvalfjarðar. Ef allt gengur upp varðandi umhverfismat, breytingar á deiliskipulagi og framkvæmdaleyfi er raunar stefnt að því að öll þessi þrjú verk fari í útboð í sumar; áfangar á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, „..og einhverja kannski byrjunarhluta í Gufudalssveit, ef leyfi fást,“ eins og Óskar Örn orðar það. Á Dynjandisheiði er vonast til að hægt verði að byrja á tveimur áföngum, annars vegar við Þverdalsá ofan Penningsdals og hins vegar á kafla í Arnarfirði, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Sjá nánar hér: Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld:
Samgöngur Umferðaröryggi Teigsskógur Reykjavík Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15